fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Fókus
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkur má leiða að því að stórverslunin Costco hér á Íslandi sé að notast við gervigreind eða annars konar forrit til að vippa vörulýsingum sínum yfir á íslensku. Þetta sést skýrt af skrifborðsstól sem verslunin auglýsti á afslætti.

Um var að ræða forláta stól með stillanlegum höfuðpúða. Kostir hans voru þó óvenjulegir. Hann er úr mjúku og endingargóðu PU leðurlíki – sem er nokkuð hefðbundið. Hann er stillanlegur, með stuðning við „mjóhrygg“ og eins er hægt að stilla armana. Síðan er tekið fram: „Má setja í örbylgjuofn“.

Einn meðlimur hópsins COSTCO-gleði á Facebook vakti athygli á málinu og spurði í forundran: „Hver setur stól í örbylgjuofn og hvar fást þannig örbylgjuofnar.“

Auglýsingin vakti mikla lukku meðal aðdáenda verslunarinnar sem þó furða sig á því að Costco fái nú ekki Íslending í þýðingarnar hjá sér. Sumir furðuðu sig jafnframt á fullyrðingunni að stólinn væri staflanlegur. Eins var vakin athygli á því að í enskri lýsingu stólsins komi ekkert fram sem gervigreind gæti mögulega túlkað með þessum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum