fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Fókus
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkur má leiða að því að stórverslunin Costco hér á Íslandi sé að notast við gervigreind eða annars konar forrit til að vippa vörulýsingum sínum yfir á íslensku. Þetta sést skýrt af skrifborðsstól sem verslunin auglýsti á afslætti.

Um var að ræða forláta stól með stillanlegum höfuðpúða. Kostir hans voru þó óvenjulegir. Hann er úr mjúku og endingargóðu PU leðurlíki – sem er nokkuð hefðbundið. Hann er stillanlegur, með stuðning við „mjóhrygg“ og eins er hægt að stilla armana. Síðan er tekið fram: „Má setja í örbylgjuofn“.

Einn meðlimur hópsins COSTCO-gleði á Facebook vakti athygli á málinu og spurði í forundran: „Hver setur stól í örbylgjuofn og hvar fást þannig örbylgjuofnar.“

Auglýsingin vakti mikla lukku meðal aðdáenda verslunarinnar sem þó furða sig á því að Costco fái nú ekki Íslending í þýðingarnar hjá sér. Sumir furðuðu sig jafnframt á fullyrðingunni að stólinn væri staflanlegur. Eins var vakin athygli á því að í enskri lýsingu stólsins komi ekkert fram sem gervigreind gæti mögulega túlkað með þessum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Í gær

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig