fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 22. nóvember 2024 09:33

Mynd/GettyImages/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OnlyFans-stjarnan Katy Robertson heldur því fram að hún sé ástæðan fyrir því að raunveruleikastjarnan Molly-Mae Hague og hnefaleikakappinn Tommy Fury hafi hætt saman.

Molly-Mae og Tommy kynntust í fimmtu þáttaröð af Love Island árið 2019 og lentu í öðru sæti. Þau eignuðust dóttur, Bambi, í janúar 2023 og trúlofuðust á Ibiza síðasta sumar.

Molly-Mae greindi frá því á Instagram þann 14. ágúst síðastliðinn að sambandi þeirra væri lokið og er óhætt að segja að mörgum aðdáendum hafi brugðið, enda voru þau eitt ástsælasta par raunveruleikaþáttanna.

„Eftir fimm ára samband hefði mér aldrei dottið í hug að saga okkar myndi enda, sérstaklega með þessum hætti. Mér þykir ótrúlega erfitt að tilkynna að samband okkar Tommy sé búið,“ sagði hún.

Sjá einnig: Rýfur þögnina og skilur eftir sig tárvota aðdáendur:Segir dóttur þeirra finna á sér að eitthvað hafi gerst

Háværar kjaftasögur hafa verið á kreiki um að Tommy hafi haldið framhjá Molly-Mae þegar hann var í ferðalagi með vinum sínum. Hann hefur harðneitað öllum ásökunum um framhjáhald.

Nú hefur kona að nafni Katy Robertson stigið fram og sagst vera konan sem Tommy hélt framhjá með. Hún heldur því fram að þau hafi sofið saman í maí í Dúbaí. Netverjar skiptast í fylkingar en margir eiga erfitt með að trúa henni og halda að hún sé að ljúga fyrir athygli.

@clipsforyou2430 Poor Molly😢#therealitycheck #katyrobertson #podcasts #tommyfury #mollymaehague @The Reality Check Show ♬ original sound – clipsforyou

Katy birti mynd af sér og Tommy til að reyna að sanna mál sitt, en mörgum þykir myndin eitthvað furðuleg og segja að Katy hafi átt við myndina, hún hafi búið til myndina með gervigreind eða þetta sé mjög gömul mynd.

Umrædd mynd.

Katy hefur mætt í viðtöl og birt fjölda myndbanda á samfélagsmiðlum þar sem hún lýsir því sem á að hafa gerst á milli þeirra. Margir hafa gagnrýnt hana fyrir virðingarleysið gagnvart Molly-Mae.

@editszsxaelg #mollymae #tommy #katyrobertson #foryoupage ♬ original sound – edits

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tók gjöfina til baka þegar hún heyrði hvað vinkonan sagði

Tók gjöfina til baka þegar hún heyrði hvað vinkonan sagði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni