fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fókus

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“

Fókus
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum, fer um víðan völl i viðtali við nýjasta tölublað tímarits Landssambands lögreglumanna, Lögreglumaðurinn. Í viðtalinu, sem tekið var áður en tilkynnt var að Víðir yrði í framboði í kosningunum, ræðir hann m.a. opinskátt um veikindi sín en auk þess að hafa smitast af hinni alræmdu Covid19-veiru og snúið aftur eftir þau veikindi neyddist Víðir til að fara aftur í veikindaleyfi m.a. vegna andlegra veikinda. Víðir segir að hann hafi á tímabíli átt mjög erfitt.

Víðir var eins og vel kunnugt er í fremstu víglínu vegna þeirra umfangsmiklu aðgerða sem farið var í vegna Covid19-faraldursins. Hann smitaðist hins vegar sjálfur af veirunni, í nóvember 2020, í kjölfar þess að hann og eiginkona hans buðu fámennum hópi fólks í heimsókn á heimili sitt. Hlaut Víðir nokkra gagnrýni fyrir, í ljósi stöðu sinnar, en sagði að farið hefði verið eftir þeim samkomutakmörkunum sem þá voru í gildi. Veiran lék Víði nokkuð grátt. Hann segir svo frá í viðtalinu:

„Já, ég var frekar veikur. Ég var tekinn í skoðanir og þurfti að fá vökva í æð. Þetta fór í lungun á mér og ég var hundlasinn í smá tíma.“

Víðir segir að hann hafi verið heima í rúnlega 18 daga og eftir að hafa fengið jákvæðar niðurstöður úr mótefnamælingum snúið aftur til vinnu. Hann hafi hins vegar verið hóstandi og slappur og hafi á endanum farið heim aftur í nokkra daga í viðbót eftir að Már Kristjánsson yfirlæknir á Landspítalanum hefði haft samband, í kjölfar þess að hafa séð viðtal við Víði, og sagt að hann væri of veikur til að vera í vinnunni.

Álag tók við af álagi

Eftir að mesta álaginu vegna ástandsins og aðgerðanna í Covid-faraldrinum lauk tók við álag vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga og rýmingar Grindavíkur. Þetta langvarandi álag og eftirköst vegna Covid-smitsins fóru að taka sinn toll af Víði sem neyddist á endanum til að fara í lengra veikindaleyfi en eftir smitið:

„Það var sambland af þessu öllu sem fór illa í mig. Mótefnakerfið í mér er eitthvað bilað eftir þessi veikindi. Ég hef síðastliðið rúmt ár farið einu sinni í mánuði í inndælingu
mótefna. Það verður þannig að minnsta kosti næsta árið. Ég fór svo í sex vikur á Reykjalund, það var algjör „gamechanger“ hvað varðar það að byggja upp þrek og styrk á nýjan leik.“

Það var þó ekki eingöngu líkamlega heilsa Víðis sem snarversnaði heldur sú andlega líka:

„Þetta tók mjög á mig andlega líka. Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt. Sem betur fer höfum við í lögreglunni aðgang að stuðningskerfi í aðstæðum sem þessum. Ég nýtti mér félagastuðninginn og sálfræðiþjónustu en hef líka notað lyf. Þetta er allt á réttri leið og ég er búinn að sjá sólina fleiri daga en færri í lífinu að undanförnu.“

Víðir ræðir í viðtalinu einnig um þann sálfræðilega stuðning sem lögreglumönnum stendur til boða.

Viðtalið í heild er eins og áður segir í nýjasta tölublaði Lögreglumannsins sem hægt er að nálgast hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fókus
Í gær

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag