fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. október 2024 13:15

Ásdís Rán Gunnarsdóttir Mynd: Golli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ísdrottningin sjálf, gefur í dag út bókina Celebrate You: The Art of Self-Love.

„Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þessa bók, ég er búin að vera að dunda mér í að þýða hana í sumar eftir forsetaslaginn. Þetta er falleg vinnubók og lífsstílsleiðarvísir fyrir konur á öllum aldri sem vilja læra að elska sjálfa sig, finna eldmóðinn og takast á við markmið sín á markvissan og skemmtilegan hátt. Frábær bók til að eiga heima og vinna í eftir hentisemi.“

Ásdís Rán gaf í desember árið 2017 út bókina Valkyrja, og er bókin nú loksins komin út á ensku í nýrri og endurbættri útgáfu.

„Fyrir nokkrum árum gaf ég hana út á íslensku með drauminn um að deila henni einn daginn með heiminum og í dag er sá draumur orðinn að veruleika. Ég hef gert fjölda breytinga, bætt við mörgum nýjum köflum og auðgað efnið töluvert – og ég er ótrúlega stolt af því hversu falleg hún er orðin!

Bókin er dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur. Hún hjálpar þér að finna þitt eigið gildi og efla jákvæða sjálfsmynd. Í hraða nútímans er auðvelt að festast í neikvæðum hugsunum og hegðunarmynstrum sem draga úr hamingju okkar og vellíðan. En góðu fréttirnar eru þær að það er hægt að komast úr þessu neikvæða munstri! Með aðstoð bókarinnar, smá þjálfun og hvatningu er hægt að endurheimta gleðina og lífskraftinn.“

Ásdís Rán segir að á hennar ferli hafi hún fengið þann heiður að leiðbeina og ráðleggja fjölda kvenna, bæði á Íslandi og erlendis í sjálfseflingu og sjálfsrækt. „Það er mitt hjartans mál að hvetja konur til að trúa á sjálfar sig, elta drauma sína og skapa blómlega framtíð. Bókin endurspeglar þá visku sem ég hef öðlast á mínum ferli og ég legg mikla áherslu á sjálfsást, núvitund og heilbrigð mörk sem er áríðandi partur af okkar vellíðan.“

Bókin er fáanleg sem rafbók til niðurhals eða prentuð útgáfa í gegnum Amazon. 

Ásdís Rán lofar að lokum að búast megi við annarri og einstakri bók fyrir jól sem er sérstaklega gerð fyrir alla dásamlegu karlmennina þarna úti. „Takið frá pláss á jólagjafalistanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna