fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Elísa segir fegurðarsamkeppnir ekki bara snúast um fegurð – „Mér finnst ég alltaf þurfa að verja þetta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 20. október 2024 09:00

Elísa Gróa Steinþórsdóttir. Mynd/Instagram @elisagroa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðardrottningin og flugfreyjan Elísa Gróa Steinþórsdóttir er gestur vikunnar í Fókus. Elísa tók þátt í sinni fyrstu fegurðarsamkeppni árið 2015. Hún hefur keppt sjö sinnum í þremur mismunandi keppnum og var valin Ungfrú Ísland (Miss Universe Iceland) árið 2021. Í dag lifir hún og hrærist í bransanum, bæði sem sviðshöfundur og aðstoðarframkvæmdarstjóri Ungfrú Ísland. Hún segir viðhorfið gagnvart fegurðarsamkeppnum hafa breyst mikið undanfarin ár.

Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan eða hlustaðu á hann í heild sinni á Spotify.

video
play-sharp-fill

Elísa segir að það sé himin og haf á viðhorfi almennings til fegurðarsamkeppna fyrir nokkrum árum og nú. Hún segir fólk vera jákvæðara gagnvart keppendum og að fleiri fylgist með.

„Ég er búin að vera flugfreyja lengi, náttúrulega rosa stór vinnustaður, og ég hef oft heyrt: „Elísa? Æj, já, þessi þarna, fegurðardrottningin.“ Maður hefur oft heyrt það og þetta fylgir þessu, því miður. Þess vegna þoli ég ekki orðið fegurðarsamkeppni. Ef einhver er með hugmynd að nýju orði þá endilega sendið okkur línu hjá Ungfrú Ísland.“

Tilfinningaríkt augnablik þegar Elísa var valin Miss Universe Iceland 2021. Mynd/Instagram @elisagroa

Elísa segir að nafninu hefur breytt erlendis. Áður kölluðust keppnirnar „beauty pageant“ en nú sé talað um „pageant“

„Það er búið að strika yfir „beauty“ því þetta er ekki „hver er fallegust?““

Elísa segir margt vera á bak við valið á Ungfrú Ísland. „Það er verið að leita að fyrirmynd, það er verið að leita að konu sem er með samskiptahæfileika, góð í ræðumennsku, málgóð, góð í viðtölum, hefur eitthvað að segja, hefur svona gildi í lífinu. Langar að breyta einhverju í samfélaginu eða láta gott af sér leiða. Svo er líka náttúrulega mikilvægt að labba flott, pósa flott og vera með sjarma og persónuleika, vera svolítið svona geislandi á sviðinu. Þetta kemur allt saman. Það er aðeins meira á bak við þetta en margir halda.“

Finnst hún þurfa að verja bransann

„Stundum er það fáfræði hjá fólki sem er að gagnrýna þetta, stundum er það bara persónuleg skoðun sem er bara allt í lagi,“ segir Elísa.

„Mér finnst ég alltaf þurfa að verja þetta, því þetta er svo mikilvægt fyrir mér. Ég þarf þess náttúrulega ekkert, en mér finnst ég þurfa að verja þennan bransa. Yfirleitt, eftir að ég hef átt samtal við fólk um hvað þetta snýst um nákvæmlega í dag, ekki það sama og árið 1980 og eitthvað, þá breytist viðhorfið.“

Elísa segir frá því hvernig áhuginn á þessari veröld kviknaði, hvaða hugarfar hún tileinkaði sér þegar hún ákvað að keppa aftur og margt fleira í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér, einnig er hægt að hlusta á Spotify.

Fylgdu Elísu Gróu á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Hide picture