Brandi, 52 ára, er einnig leikkona en er hvað þekktust fyrir að vera ein af húsfreyjunum í The Real Housewives of Beverly Hills.
Sick it! pic.twitter.com/hrtAzRwOCW
— Brandi Glanville (@BrandiGlanville) December 8, 2024
Myndin vakti mikla athygli, enda raunveruleikastjarnan nær óþekkjanleg. Hún útskýrði málið nánar í öðru tísti.
„Hvað gerðist? Ég vildi óska þess að ég vissi það. Ég hef verið inn og út af sjúkrahúsum síðastliðið eitt og hálft ár. Ég hef eytt nánast aleigunni að reyna að komast til botns í þessu. Sumir læknar segja að ég sé með sníkjudýr sem hefur komið sér fyrir í andlitinu mínu. Sumir segja að þetta bjúgur að völdum streitu. Ég myndi persónulega segja að þetta sé Bravo,“ segir hún.
Bravo er sjónvarpsstöðin sem framleiðir allar Real Housewives seríurnar.
What happened? I wish I knew I’ve been in &out of the hospital this passed year 1/2 spent almost every dollar I have trying to figure it out. Some Dr.’s say I have a parasite that jumps around my face. Some say it’s stress induced edema. I personally say it’s Bravo
— Brandi Glanville (@BrandiGlanville) December 8, 2024