fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Varpa ljósi á neyðarlínusímtal áður en Liam Payne hrapaði til bana

Fókus
Fimmtudaginn 17. október 2024 08:06

Liam Payne var staddur í Argentínu ásamt kærustu sinni, fyrirsætunni Kate Cassidy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne, fyrrverandi meðlimur One Direction, lést í Buenos Aires í Argentínu í gær aðeins 31 árs að aldri.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað gerðist en þó er vitað að Payne hrapaði til bana af svölum hótelherbergis síns í borginni, en herbergið sem um ræðir var á þriðju hæð.

Breska blaðið Daily Mail hefur nú varpað ljósi á neyðarlínusímtal sem starfsmaður hótelsins, Casa Sur Hotel, átti skömmu áður en tilkynnt var um atvikið.

Payne hafði hagað sér einkennilega áður en hann lést, verið æstur og óútreiknanlegur, og var honum fylgt af starfsfólki hótelsins að herbergi sínu áður en hann féll.

Liam Payne látinn

Starfsmaður á hótelinu hringdi tvö símtöl í neyðarlínuna, en í því fyrsta sagði hann að ákveðinn gestur, Liam Payne, væri stjórnlaus vegna neyslu fíkniefna og væri að rústa öllu í herberginu sínu. „Það þarf einhver að koma,“ sagði starfsmaðurinn.

Hann hringdi svo aftur eftir að sambandið slitnaði þar sem hann lýsti því að líf viðkomandi væri hugsanlega í hættu. „Það eru svalir á herberginu og við erum hrædd um að hann muni gera eitthvað.“

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að Payne hafi rústað fartölvunni sinni í lobbýinu og var honum fylgt af starfsfólki aftur inn í herbergi sitt. Ekki löngu síðar var hringt aftur eftir aðstoð lögreglu þar sem beðið var um sjúkrabíl.

Hafði starfsfólk heyrt talsverðan hávaða í garði við hótelið áður en lík Liam fannst þar skömmu eftir klukkan 17 að staðartíma, eða 20 að íslenskum tíma.

Lögregla er með andlát tónlistarmannsins til rannsóknar.

Liam Payne sló í gegn í þáttunum X-Factor árið 2010 þar sem hann kom fram í hljómsveitinni One Direction ásamt félögum sínum Zayn Malik, Louis Tomlinson, Niall Horan og Harry Styles. Hann lætur eftir sig son sem hann eignaðist með tónlistarkonunni Cheryl Ann Tweedy árið 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástarleikur: Eiður Smári og Halla Vilhjálms saman í golfi

Ástarleikur: Eiður Smári og Halla Vilhjálms saman í golfi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Haukur varð vitni að spauglegu atviki – „Hvað sagði konan aftur að ég notaði í skóstærð?“

Haukur varð vitni að spauglegu atviki – „Hvað sagði konan aftur að ég notaði í skóstærð?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025