fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Hjónabandið sagt standa á brauðfótum eftir að Bianca svaraði fyrir sig

Fókus
Fimmtudaginn 10. október 2024 11:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna viku hefur hávær orðrómur verið á kreiki um að skilnaður sé yfirvofandi hjá rapparanum Kanye West, 47 ára, og Biöncu Censori, 29 ára.

Bianca er ástralskur arkitekt og byrjaði að starfa fyrir fyrirtæki Kanye, Yeezy, árið 2020. Þau giftust við leynilega athöfn í janúar 2023.

Sagt er að hjónaband þeirra standi á brauðfótum eftir að Bianca svaraði fyrir sig og sagðist ekki vera sammála Kanye.

Barneignir og útlit hennar

Fyrr í vikunni greindu slúðurmiðlar vestanhafs að hjónin hefðu sagt vinum sínum að þau væru hætt saman.

En ekki er vitað hvort um sé að ræða kjaftasögu eða ekki, þar sem að það hefur sést til þeirra saman í Tókýó síðan þá.

The Sun greinir frá því að brestir byrjuðu að myndast í sambandi þeirra og afhjúpar ástæðuna fyrir því.

Sjá einnig: Segja hana hafa gefið skít í reglu Kim Kardashian varðandi börnin

Bianca Censori áður en hún kynntist Kanye.

Samkvæmt miðlinum snýr ágreiningurinn að barneignum, útliti Biöncu og starfsframtíð hennar. Sagt er að Bianca hafi svarað Kanye og hugmyndum hans og það hafi farið öfugt ofan í hann.

„Ástæðan fyrir erfiðleikunum, eða það sem ég heyrði, var að Bianca vildi reyna að eignast barn en Kanye sagði að það væri ekki „hluti af planinu,““ sagði heimildarmaður The Sun.

„Það var eins og hann væri að segja að það myndi ekki passa inn í „útlitið“ sem hann hefur ákveðið fyrir hana, ef hún verður ólétt.“

„Hún sagði honum einnig frá hugmyndum sem hún hefur fyrir fyrirtækið, hún vill gefa út eigin fatalínu eða taka að sér stærra hlutverk. Það er eins og Kanye vill ekki konur sem svara fyrir sig og fara gegn hugmyndum hans. Hann vill konur sem líta upp til hans og sjá hann sem snilling og leiðbeinanda.“

Fyrir börnin

Heimildarmaðurinn sagði ástralska arkitektinn aðeins vera í þessu sambandi barnanna vegna.

„Hún fór að hitta fjölskyldu sína – sem er ekki hrifin af Kanye. En börnin hans, sérstaklega North, eru náin Biöncu og myndu verða leið ef þau myndu hætta saman. Ég held að þess vegna tóku þau saman aftur, en það mun ekki endast lengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“