fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Klaufaskapur Ólafs á íslenskri bryggju vekur athygli hjá milljónum manna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 1. október 2024 10:09

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ólafur Waage deildi skemmtilegri sögu með fylgjendum sínum í gær.

Ólafur er búsettur í Noregi og nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, þar sem hann kallar sig „That Nordic Guy.“ Hann er með yfir 156 þúsund fylgjendur á Instagram, 143 þúsund áskrifendur á YouTube og 82 þúsund fylgjendur á TikTok.

@olafurw Icelandic Harbor Story #nordic #iceland #icelandic #harbour #storytime ♬ original sound – Ólafur Waage

Ólafur sagði sögu frá því að hann var unglingur, eða „ungur og heimskur“ eins og hann orðaði það, og var fenginn til að mála gula línu á bryggjunni í heimabænum sínum. Hann rakst í málningarfötuna, sem hann hafði sett á rafmagnskassann fyrir aftan sig, og fór gul málning á kassann. Hann hafi því ákveðið að mála hann gulan, en það hefur aldrei verið hefð fyrir því á íslenskum bryggjum. En það varð að hefð á þessari bryggju en kassinn er enn málaður gulur í dag.

„Það er ekki venja að gera þetta en þetta er enn gert, meira en 25 árum seinna. Það er liðinn svo langur tími að þau vita örugglega ekki af hverju þau mála kassann gulan, þetta er bara eitthvað sem þau gera.“

Það er óhætt að segja að sagan sló í gegn hjá netverjum en myndbandið hefur fengið yfir 7,3 milljónir áhorfa á Instagram og yfir 2 milljónir á TikTok. Samtals hafa um 720 þúsund manns líkað við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Í gær

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum