fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

„Gömul hugmynd mín að glæpamynd hefur bara illu heilli raungerst“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. október 2024 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryllingsmyndin Eftirleikir (e. Aftergames)  eftir Ólaf Árheim er heimsfrumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík (RIFF) sem stendur yfir í Háskólabíói til 6. október, en höfundurinn er hugsi yfir þeirri ofbeldisöldu sem nú gengur yfir Ísland með jafn átakanlegum afleiðingum og raun ber vitni.

„Ég fékk hugmyndina að þessari glæpamynd þegar ég útskrifaðist úr Kvikmyndaskólanum fyrir átta árum, þá alveg heillaður af alvöru glæpamálum, en taldi þó hugmyndina að henni vera jafn fáránlega og hún var ýkt á þeim tíma. Mér fannst ég vera að semja algert bull, um eitthvað sem væri óhugsandi á Íslandi. Núna, tæpum áratug síðar, eru svona glæpir orðnir algengir. Það er morðalda í landinu og ekki færri en tólf myrtir síðasta hálfa annað árið, börn jafnt og fullorðnir. Þetta er skelfilegt,“ segir Ólafur Árheim sem er allt í senn leikstjóri og framleiðandi, tökumaður, hljóðmaður og klippari þessarar fyrstu leiknu myndar sinnar í fullri lengd.

Ólafur Árheim

Þessi harla ískyggilegi tryllir hans fjallar um mann í leit að dauðanum og konu á flótta sem reyna að gera upp ofbeldisfulla fortíð sína með enn frekari hrottaskap, svo einhver er nú undiraldan.

Ólafur lauk við klippingu ræmunnar í ár, en aðdragandinn er langur, enda hugmyndin fyrst sett á blað 2016 og tökur stóðu yfir með hléum 2017, 2019 og 2021, en að lokum var tveggja tíma útgáfa af verkinu trimmuð niður í 81 mínútu – og sú eftirtekja verður sumsé heimsfrumsýnd á RIFF sem hefst á fimmtudag í næstu viku, ásamt því sem hún birtist um sama leyti á hryllingsmyndahátíðinni Cinema Scare í Indíana í Bandaríkjunum.

Og þetta er sko ekki síðasta kvikmynd Ólafs Árheims. „Ég er búinn að vera kvikmyndagerðarmaður frá níu ára aldri og klæjar jafn mikið í fingurna og tærnar að byrja á næsta verki,“ segir hryllingsmyndasmiðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““