fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fókus

Jón Víðir hefur losnað við 30 kíló með hjálp sjálfsdáleiðslu

Fókus
Mánudaginn 22. janúar 2024 10:14

Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Alkastinu:

Þeir Alkastsbræður halda ferð sinni um undirmeðvitundina áfram. Að þessu sinni settust þeir Arnór Jónsson og Gunnar Dan Wiium niður með töframanninum og dávaldinum Jóni Víðis Jakobssyni og ræddu við hann um fortíð, framtíð og leið hans að skólastjórastól Dáleiðsluskólans Hugareflingu.

Jón Víðis er hálfgert ólíkindatól og hefur marga fjöruna sopið á atvinnumarkaðnum. Hann hefur meðal annars starfað sem frístundaleiðbeinandi, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, hringsjárgerðarmaður, viskí-uppáhellari og tölvumaður, svo eitthvað sé nefnt.
Jón sagði frá því þegar hann starfaði sem tölvumaður og honum var í fyrsta skipti att fram opinberlega sem töframanni. Jón hefur lengi þótt með skeggprúðari mönnum, með yfirvaraskegg langt yfir meðaltali. Samstarfsmönnum hans þótt eitthvað viðeigandi við að biðja hann að koma fram sem töfrandi skemmtiatriði á jólaskemmtun. Fyrir „tilviljun” hafði Jóni áskotnast töfrabragðasett nokkru áður og var því fullkomlega í stakk búinn til að síga fram sem skemmtikraftur og töframaður. Atriðið gekk vonum framar og Jón var á leiðinni í nýjan frama.

Jón Víðir var gestur hjá Alkastbræðrum.

Leið Jóns að dáleiðslunni lá í gegnum skemmtanir og töfrabrögðin. Hann sýndi fram á skemmtanagildi dáleiðslunnar þegar hann dáleiddi Arnór og skilyrtri hann þannig að fyrst reyndist honum nær ómögulegt að segja sitt eigið nafn. Sama hvað Arnór reyndi, stamaði hann og tafsaði þegar hann var spurður til nafns og ekkert kom fram. Síðan var formerkjunum breytt og þegar Arnór var spurður um nafn gat hann einungis svarað með kvenmannsnafni.

En þó svo að atriði eins og þetta geti bæði glatt og gamnað er þetta langt því frá eini eða aðal tilgangur Jóns með dáleiðslunni nú til dags. Jón hefur sest í stól skólastjóra Dáleiðslukólans Hugarafls. Þar aðstoðar hann fólk meðal annars í því að breyta um lífsstíl og losna við aukakíló. Jón er sjálfur lifandi dæmi þess hvers dáleiðslan er megnug, en með hjálp sjálfsdáleiðslu hefur Jón losnað við rúmlega 30 kíló. Þar að auki benti Jón á fleiri aðstæður þar sem dáleiðsla gæti komið að góðum notum; sigrast á flughræðslu, ná betri árangri í íþróttum og jafnvel að minnka sársauka við fæðingu. Í stuttu máli, í öllum þeim aðstæðum þar sem hugur og hugsanir aftra eða angra einstaklinginn í að gera það sem hann eða hún vill, getur dáleiðsla komið til hjálpar.

Jón sagði enn fremur að öll dáleiðsla væri í eðli sínu sjálfsdáleiðsla. Það sem gerist í dáleiðslunni er að hinn meðvitaði hugur er „svæfður” og þannig er hægt að ná beinu sambandi við undirmeðvitundina. Þetta þýðir að ekki er hægt að biðja einstakling í dáleiðsluástandi að gera neitt sem hann eða hún kann ekki eða undir venjulegum kringumstæðum, myndir ekki vilja gera. Þessu til sönnunar má benda á nafnaruglið hjá Arnóri. Honum fannst greinilega ekkert að því að taka þátt í þessu atriði þó svo að hann gæti litið eitthvað kjánalega út fyrir vikið. Hins vegar, ef Jón hefði beðið Arnór um að standa á höndum í miðju rýminu og gera tíu handstöðu armbeygjur, hefði það ekki hlotið hljómgrunn þar sem sem þekkingin og kunnáttan er einfaldlega ekki til staðar.

Fyrir þau sem vilja hlusta er þátturinn nú aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara þjálfari segir það sem er erfitt að heyra – Þetta hjálpaði henni að ná árangri

Sara þjálfari segir það sem er erfitt að heyra – Þetta hjálpaði henni að ná árangri
Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Grease-stjarna orðin 74 ára

Sjaldséð sjón: Grease-stjarna orðin 74 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Guðný lögð af stað í ævintýri lífs síns – „Ég upplifi alla vinalega og hjálplega en svo gæti það breyst“

Anna Guðný lögð af stað í ævintýri lífs síns – „Ég upplifi alla vinalega og hjálplega en svo gæti það breyst“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er þetta misskildasta skáldsaga allra tíma?

Er þetta misskildasta skáldsaga allra tíma?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hinn kleptómaníski köttur Leónardó – Óður í nærföt nágrannanna

Hinn kleptómaníski köttur Leónardó – Óður í nærföt nágrannanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldar hóta verkfalli og ætla að stofna verkalýðsfélag – Hvernig myndi heimurinn lifa af án þeirra?

Áhrifavaldar hóta verkfalli og ætla að stofna verkalýðsfélag – Hvernig myndi heimurinn lifa af án þeirra?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bretum gróflega misboðið vegna heimildarmyndar um Bonnie Blue sem var sýnd í sjónvarpinu

Bretum gróflega misboðið vegna heimildarmyndar um Bonnie Blue sem var sýnd í sjónvarpinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einar og Milla eignuðust son og fagna fimm ára brúðkaupsafmæli

Einar og Milla eignuðust son og fagna fimm ára brúðkaupsafmæli