fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Myndband úr matarboði með Kanye og Biöncu vekur athygli – „Hún er nakin“

Fókus
Föstudaginn 20. september 2024 10:29

Mynd/Getty/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski arkitektinn Bianca Censori, sem er hvað þekktust fyrir að vera eiginkona rapparans Kanye West.

Klæðnaður hennar hefur lengi vakið athygli fyrir að vera einstaklega djarfur. Í sumar gekk hún skrefinu lengra og hætti að hylja geirvörturnar og byrjaði að klæðast mjög þunnum gegnsæjum bolum.

Sumir hafa komið fram með þá kenningu að Bianca sé aðeins að þessu fyrir athyglina og paparazzi ljósmyndarana, að hún hljóti að vera betur klædd á bak við luktar dyr. En myndband frá matarboði þar sem Bianca og Kanye voru gestir virðist sýna annað.

Hjónin mættu í kvöldverð á veitingastað ásamt vinum til að fagna afmæli John Monopoly, sem hefur verið umboðsmaður Kanye í mörg ár.

Í myndbandinu má sjá rapparann gefa honum Teslu Cybertruck í afmælisgjöf.

En það var ekki það sem vakti athygli netverja, heldur klæðaburður Biöncu. Myndavélin byrjar á John Monopoly en rennir síðan yfir hina gestina við matarborðið. Glöggir áhorfendur tóku eftir því að Bianca virtist vera nakin.

„Hún er nakin,“ sagði einn.

„Er henni ekki kalt,“ spurði annar.

Við nánari athugun má sjá að hún er vissulega klædd í bol, hann er bara þunnur og gegnsær.

Skjáskot/Twitter

Netverjar velta því fyrir sér hvað sé málið.

„Af hverju er Bianca alltaf nakin?“ sagði einn netverji.

„Það er klikkað að vera á brjóstunum við matarborðið,“ sagði annar.

Parið var myndað fyrr um kvöldið og má sjá fatnað Biöncu betur hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Í gær

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala