fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fókus

Hrafn greinir frá „hræðilegu blæti“ – Elskar tuðið í hverfishópum á Facebook

Fókus
Sunnudaginn 1. september 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafn Jónsson, pistlahöfundur með meiru, hefur flutt talsvert milli hverfa á höfuðborgasvæðinu, eins og gengur og gerist. Í bráðfyndinni færslu á Facebook greinir hann frá því að hann hafi uppgötvað hjá sér „hræðilegt blæti“ sem snýst um það að hann er sjálfviljugur enn í fimm ólíkum hverfishópum á samfélagsmiðlinum.

„Ég er í Vesturbæjarhópnum (en ég bjó sjálfur síðast í Vesturbænum árið 1995), Miðbæjarhópnum (2014), Norðurmýri (2014) og Hlíðarnar (2020) auk Laugarnesins.  Og það er ekki þannig að ég sé þarna óviljugur og blindandi; bara gleymdi að skrá mig úr þeim á sínum tíma. Þvert á móti. Ég er alltaf að skoða pósta úr þessum hópum. „Já ok, kötturinn Mæsa er ekki enn fundin á Gunnarsbrautinni“ „Vá hvað fólk leggur asnalega á Holtsgötunni“, „Já ok, það finnst einhverjum alveg rosalega erfitt að leikskólakennari reyki í miðborginni“,“ skrifar Hrafn.

Hann beinlínis drekki í sig oft á tíðum hversdagslegt tuðið.

„Kannast einhver við þessa lykla? Hefur einhver fundið gamlan iPhone í Manchester United hulstri? Hvað finnst ykkur um þessi blómaker? Rakst á þessa hænu á vappi. Hér er húfa, þarna er ofsakastur.“

Eftir nokkra íhugun segist Hrafn hafa komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé mögulega lægsta form einhverskonar njósnablætis.

„Þetta er ekki einu sinni Instagramráp hjá ókunnugum, eða persónulegir Facebookveggir. Bara runa af algjörlega banal texta úr hversdagslífi fólks. Kannski er þetta endastöð algrímisins; þessi serótínínþrælavél endar bara á því að hlekkja mig við algjörlega nístandi hversdaginn sama hvert ég fer, og ég treð því bara í mig og bið um meira takk.“

Færsla Hrafns í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Er þetta misskildasta skáldsaga allra tíma?

Er þetta misskildasta skáldsaga allra tíma?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona fann Pamela Anderson leiðina að hjarta mótleikara síns

Svona fann Pamela Anderson leiðina að hjarta mótleikara síns
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“