fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Dísa íhugaði að flýja heimili sitt á laugardag – „Þetta er eins og að vera á skemmtistað í helvíti“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 26. ágúst 2024 20:30

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leik- og söngkona og ein meðlima Reykjavíkurdætra, er ein þeirra sem varð vör við að Reykjavíkurmaraþonið fór fram á laugardag.

Dísa birti myndband á TikTok þar sem hún segir frá upplifun sinni meðan á hlaupinu stóð og segist hún hafa íhugað að flýja heimili sitt.

Dísa sem býr í Vesturbænum ásamt fjölskyldu mátti þola það að nágrannar hennar spiluðu lag Siggu Beinteins Í larí lei stanslaust í nokkrar klukkustundir, allt auðvitað gert til að peppa hlauparana áfram.

„Í larí lei er búið að vera spilað á blasti fyrir utan heimili mitt í Veturbænum síðan fyrir klukkan 9 í morgun, klukkan er að detta í hálfellefu sko. Ég verð að flýja heimili mitt, er ekki hægt að senda einhvern póst? “

Segist Dísa hafa vitað af maraþoninu og hún viti að hlaupið er í þágu góðs málefnis. „En getið þið skipt um lag?“

Þegar lagið loksins hættir segir Dísa: „Loksins búin að endurheimta líf mitt eins og ég þekki það. Ég heyri Í lari lei á repeat í hausnum á mér, ég þarf að komast undir læknishendur, ég þarf bara í mál við Íslandsbanka eða eitthvað. Ég mun allavega aldrei líta glaðan dag aftur.“

„Gott að vera á Ísafirði í dag,“ segir Júlí Heiðar Halldórsson unnusti Dísu.

@thordisbjork Þetta er einsog að vera á skemmtistað í HELVÍTI #fyp #islenskt #fyrirþig #fyrirþigsíða #islensktiktok #reykjavik #menningarnótt #reykjavikurmarathon ♬ original sound – Dísa

Dísa ræddi atvikið við Kristínu Sif, Þór Bæring og Bolla Má í Ísland vaknar í morgun.

Dísa horfði á hlauparana út um eldhúsgluggann hjá sér. „Svo er allt þetta lið bara með heyrnatól á sér,“ benti hún á. „Ég var bara svo gáttuð á því að það væri ekkert annað lag spilað. Hvert sem ég fór heyrði ég þetta svona óma í hausnum á mér. Ég reyndi að fara út og fara eitthvað annað og ég var enn þá bara: Ég heyri þetta lag enn þá,“ sagði hún, og segir að margir aðrir íbúar Vesturbæjarins hafi tengt við myndband hennar.

„Ég vil endilega að manneskjan sem var að þessu gefi sig fram.“ Á Facebook-síðu má sjá vin hennar skrifa athugasemd, en það var bróðir hans og fjölskylda sem sáu um að peppa hlauparana áfram með lagi Siggu Beinteins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir