fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Gekk frá hatrömmum skilnaði degi fyrir andlátið

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 09:30

Shannon Doherty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Shannon Doherty lést á laugardag, 53 ára að aldri, eftir langvinna baráttu við brjóstakrabbamein.

Doherty gekk frá skilnaði við Kurt Iswarienko daginn áður en hún lést. Page Six greinir frá því að Doherty hafi samþykkt að afsala sér makalífeyri og „sjálfgefinni eða óumdeildri lausn“ á hjónabandi þeirra, sem bendir til þess að  hjónin hafi hafi gengið frá skilnaðinum án aðkomu dómstóla.

Doherty skrifaði undir samninginn föstudaginn 12. júlí og Iswarienko degi síðar, sama dag og fyrrum eiginkona hans lést.

„Það er gagnkvæm ósk og vilji aðila að koma á fullu og endanlegu uppgjöri á öllum eignum sínum, með þessu samkomulagi, og … leysa algjörlega öll álitamál sem tengjast skiptingu eigna, endurgreiðslukröfum og/eða inneignum, framfærslu maka og þóknun lögmanna og kostnað,“ segir í gögnunum.

Leslie Sloane, almannatengill Dohertys, tilkynnti að leikkonan hefði verið umkringd sínum nánustu við andlátið. „Hin dygga dóttir, systir, frænka og vinkona var umkringd ástvinum sínum sem og hundinum sínum, Bowie,“ sagði hún við People. „Fjölskyldan biður um friðhelgi á þessum tíma svo hún geti syrgt í friði.“ 

Hjónin voru gift í 11 ár, en Doherty óskaði eftir skilnaði þegar hún komst að framhjáhaldi eiginmannsins.

Stuttu eftir að Doherty sagði vinkona hennar Tara Furiani að Iswarienko hefði sýnt algjöran skort á mannúð í harðri skilnaðarbaráttu hans og leikkonunnar, sem hófst í apríl 2023, og hélt því fram að hann hefði dregið að ganga frá skilnaðinum svo hann þyrfti ekki að greiða Doherty.

„Lífið er svo erfitt… lífið er sérstaklega erfitt þegar þú glímir við krabbamein og skortir þann stuðning sem þú hélst að þú myndir fá,“ sagði Furiani. „Ef þú hefur tækifæri til að vera almennilegur maður, taktu það. Þú hefur ekki hugmynd um hvað fólk er að fást við og gengur í gegnum.“

Doherty fullyrti í skjölum sem lögð voru fram í síðasta mánuði að Iswarienko „vonisttil  að ég deyi áður en hann þarf að borga mér á meðan hann heldur áfram að lifa lífi sínu og víkja sér undan ábyrgð sinni við deyjandi eiginkonu sína til meira en 11 ára.“

Lögmaður Iswarienko hafnaði kröfum hennar og sagði að Iswarienko hefði viljað ganga frá skilnaðinum í september 2023 með sáttasamningi, sem hún neitaði vegna þess að hann „laug til um“ hversu mikið hann þénaði í upphafi hjónabands þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“