fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Bjarki afhjúpar svik og pretti í undirheimunum – „Þetta er Íslendingur en það er ekki hægt að treysta þeim alltaf“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 14. júní 2024 09:56

Götustrákarnir Bjarki og Aron haldi úti samnefndu hlaðvarpi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Götustrákarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason ræða um svik á samskiptaforritinu Telegram í nýjasta þætti af samnefndu hlaðvarpi, Götustrákar, á streymisveitunni Brotkast.

Bjarki og Aron lifðu og hrærðust í undirheimunum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina.

Telegram er helsti vettvangur fíkniefnasölu á Íslandi. Um er að ræða smáforrit sem notendur nýta í samskipti sín á milli. Í forritinu er hægt að fá aðgang að sérstökum svæðum og eru fjölmargar rásir hér á landi sem einungis eru ætlaðar til sölu á fíkniefnum.

Sjá einnig: Er barnið þitt með þetta app í símanum? Þá er ástæða til að hafa áhyggjur

Heimsókn sem hann mun aldrei gleyma

„Það eru alltaf einhver svik og prettir á Telegram,“ segir Bjarki og les upp skilaboð frá karlmanni sem lenti í slíku.

Umræddur maður ætlaði að kaupa kókaín af fíkniefnasölumanni á Telegram. Þegar heim var komið kom í ljós að þetta væri matarsódi.

„Helvítið blokkaði mig svo ég gæti ekki sent á hann,“ kemur fram í skilaboðunum.

„Ég vil vara ykkur við þessum náunga og jafnframt ef að hann sér þetta þá bið ég hann að hafa samband og ég vil fá fimm grömm af hreinu kóki eða andvirði þess frá honum fyrir það að hafa lent í þessu. Ef það gerist ekki þá mun ég, þegar ég kemst að því hver hann er þar sem ég þekki ljóta andlitið og bíldrusluna, þá mun hann fá heimsókn sem hann mun aldrei gleyma.“

Að lokum skrifar maðurinn: „Þetta er Íslendingur en það er ekki hægt að treysta þeim alltaf, flestum hérna en ekki þessum. Passið ykkur á þessum aumingja!“

Skjáskot/YouTube @Götustrákar

„Þá er verið að ræna þig“

„Ég myndi ekki vilja selja lélegt kók, kókhausar eru óútreiknanlegir,“ segir Bjarki og gefur þeim sem hafa áhuga á svona viðskiptum ráð.

„Ef þú ert dópisti og ert á Telegram, þá áttu aldrei að borga með millifærslu eða Paypal. Þeir heita kannski Haraldur eða eitthvað þarna inn á, svo ertu að millifæra og þá er eitthvað sígaunanafn, allt svoleiðis og svo bara blokk þegar þú ert búinn að borga. [Ef það er sagt við þig að þú þurfir að] borga með Paypal eða millifærslu, þá er verið að ræna þig. Það eru allir að falla fyrir þessu þarna inni, eða mjög margir.“

„Þú átt ekkert að millifæra fyrr en þú ert kominn með efnið í hendurnar,“ segir Aron.

Reynt að ræna hann í Yaris

Aron segist ekki hafa persónulega reynslu af því að það væri reynt að svindla á honum við kaup á fíkniefnum en hann hafi hins vegar lent í því að það var reynt að ræna hann þegar hann var að selja E-pillur. Það hafi hins vegar ekki tekist.

„Þetta var one-on-one í Yaris,“ segir hann.

„Þetta voru einhverjar tíu töflur og hann sagði: „Ég ætla ekki að borga þetta.“ Þá var ég eitthvað: „Hvað meinarðu, ætlarðu ekki að borga þetta? Þú þarft að borga þetta.“ Hann sagði þá sjáumst og ætlaði að fara með töflurnar. Ég tók þá bara krók í hnakkann á honum og hélt honum hálstaki þar til hann sleppti þessu. Þetta var litla ruglið.“

Þeir ræða þetta nánar í spilaranum hér að neðan. Allan þáttinn í heild sinni má nálgast á Brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólin á Instagram – Meira vatn, svefn og bótox á nýju ári

Jólin á Instagram – Meira vatn, svefn og bótox á nýju ári
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum