fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
Fókus

Þrír enskir Íslandsvinir hittust og ræddu um tapleikinn – „Þetta skiptir ekki miklu máli er það?“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 12. júní 2024 14:30

Rod Stewart, Karl III konungur og David Beckham. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír enskir Íslandsvinir hittust á góðgerðarsamkomu á vegum bresku krúnunnar í gær. Landsleik Englands og Íslands bar þar á góma.

Téðir Íslandsvinir eru Karl III konungur og knattspyrnustjarnan fyrrverandi David Beckham sem dvalið hafa á Íslandi og rennt fyrir laxi. Einnig söngvarinn Rod Stewart, sem var kynnir á Fegurðarsamkeppni Íslands á Broadway árið 1985. En þar tók hann lagið með Björgvini Halldórssyni.

Ansans skita

Rod Stewart og eiginkona hans Penny veittu verðlaun í nafni góðgerðasamtakanna, sem kallast King´s Foundation. En þeim kom Karl á legg árið 1986. Lék Rod á alls oddi eins og vanalega.

„Ég og Penny erum þess heiðurs aðnjótandi að vera sendiherrar fyrir King´s Trust,“ sagði Rod en var strax leiðréttur af eiginkonu sinni. „Ansans skita!“ sagði söngvarinn en sá fljótt eftir því. „Ég hefði sennilega ekki átt að segja þetta.“

Þá rifjaði Rod upp að hafa verið sæmdur riddaratign árið 2016 og benti þá á Beckham. „Þín kemur brátt,“ sagði hann. En Beckham er einnig einn af sendiherrum góðgerðasamtakanna.

Upphitunarleikur

Karl fylgist vel með og spurði knattspyrnuhetjuna hvernig stæði á því að England hefði tapað fyrir Íslandi á föstudag.

„Ég held að við ættum ekkert að lesa of mikið í þetta,“ sagði Beckham í vörn. Karl tók undir það. „Þetta skiptir ekki miklu máli er það? Þetta er upphitun. Þú vilt ekki eyða öllu sem þú átt í byrjun.“

Sagðist Beckham vera sannfærður um að þetta yrði allt í lagi. „Við verðum tilbúnir. Gareth verður tilbúinn,“ sagði hann og átti við Gareth Southgate landsliðsþjálfara.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dauðadæmt ástarævintýri heldur netverjum í heljargreipum – Baldur kúrir hjá Auði en hans bíða ólýsanlegar þjáningar

Dauðadæmt ástarævintýri heldur netverjum í heljargreipum – Baldur kúrir hjá Auði en hans bíða ólýsanlegar þjáningar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 6 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 1 viku

Hvíta húsið sendir frá sér yfirlýsingu eftir að South Park skemmti skrattanum rækilega

Hvíta húsið sendir frá sér yfirlýsingu eftir að South Park skemmti skrattanum rækilega
Fókus
Fyrir 1 viku

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“