fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Fókus
Föstudaginn 3. maí 2024 09:32

Skjáskot/Twitter/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindu miðlar vestanhafs frá því að söngkonan Britney Spears og Paul Soliz, sem er talinn vera kærasti hennar, hafi lent í harkalegu rifrildi og að sjúkraliðar hafi mætt á svæðið.

Britney hefur nú rofið þögnina um atvikið sem átti sér stað á Chateau Marmont hótelinu í Vestur-Hollywood síðastliðið miðvikudagskvöld.

Söngkonan gagnrýnir fréttaflutninginn og segir hann ekki réttan. Hún birti færslu á Instagram af bólgnum ökkla og sagðist hafa snúið sig á ökkla og að sjúkraliðar hafi „komið ólöglega.“

„Þeir komu aldrei inn í herbergið mitt en mér fannst þeir algjörlega hafa áreitt mig,“ sagði hún.

Söngkonan sagðist einnig vera að flytja til Boston.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by XILA MARIA RIVER RED (@britneyspears)

Í annarri færslu sagði Britney að hún væri viss um að mamma hennar væri tengd málinu.

„Ég veit að mamma mín tengist þessu! Ég hef ekki talað við hana í sex mánuði og hún hringdi strax eftir að þetta gerðist, áður en fréttirnar fóru í loftið. Hún leiddi mig í gildru alveg eins og hún gerði í gamla daga,“ sagði hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by XILA MARIA RIVER RED (@britneyspears)

Heimildarmaður CNN sagði í gær að Britney væri komin heim til sín og væri örugg.

Talið er að Britney og Paul hafi byrjað saman í fyrra. „Hún er ótrúleg kona,“ sagði hann við Us Weekly í september.

Aðeins mánuði áður var greint frá því að þáverandi eiginmaður hennar, leikarinn Sam Ashgari, væri búinn að sækja um skilnað frá Britney. Þá höfðu þau verið gift í fjórtán mánuði, en saman í sjö ár.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by XILA MARIA RIVER RED (@britneyspears)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“