„Hefur þú einhvern tíma velt því fyrir þér af hverju flugþjónar sitja á höndum sínum við flugtak og lendingu?“ spyr flugfreyjan Henny Lim í myndbandi á TikTok, en hún vinnur hjá filipeyska flugfélaginu Cebu Pacific.
„Það er kallað „spennustaða“ (e. Bracing Position.)
„Þessi staða felur í sér að spenna öryggisbeltið á réttan hátt, sitja uppréttur á höndunum, með lófa upp, þumlana inn og hafa handleggina lausa, og setja fæturna á gólfið. Markmiðið er að halda líkamanum í stífri stellingu, þannig að ef einhver áhrif verða vegna ófyrirséðs neyðarástands verður líkaminn fyrir minna hnjaski og áverkum.“
@_hennylim_ Why do cabin crew sit on their hands while in their jumpseats? Check this video out to know! Special guest for today’s video: Clare demecillo Follow my Official Facebook Page: “Henny Joyce Lim” Follow me on Instagram: _hennylim_ #fyp #HJL #cabincrewlife #bracingposition #cebupacific #groundstop ♬ Aesthetic – Tollan Kim
„Þetta heldur hreyfingum líkamans takmörkuðum þannig að það eru minni líkur á meiðslum ef högg kemur á hann.“