fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Köttur hleypti íslenskum hesti inn á heimilið – „Ég er að fela mig til að sjá hvort að hann komi inn“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 11:30

Hesturinn kom boðinn inn. Mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af íslenskum hesti valsa inn á heimili hefur farið víða á internetinu. Heimiliskötturinn virðist hafa hleypt honum inn.

Myndbandið var tekið upp í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum, á hestabýlinu I Am Glytja. Á býlinu eru sex íslensk hross og DV getur ekki betur séð að hrossið sem fór inn í húsið heiti Hrímnir.

Eigandinn, Robin, birti myndbandið á samfélagsmiðlinum TikTok. En á því sést að kötturinn starir á hestinn, sem er hikandi í fyrstu en lætur svo vaða og fer inn á heimilið.

„Ég er að fela mig til að sjá hvort að hann komi inn,“ heyrist eigandinn segja. Síðan kemur hún að honum bendir honum góðfúslega á að hann sé á vitlausum stað og vísar honum aftur inn í hesthúsið, sem er í viðbyggingu.

Í minningu föður sem tók eigið líf

Á býlinu I Am Glytja eru aðeins íslensk hross. Á heimasíðu býlisins kemur fram að tilgangur þeirra sé fyrst og fremst að gleðja fólk.

@iamglytja Will he or wont he? #Wisconsin #wisconsinlife #icelandichorse #horsesoficeland #happyfamily #iamglytja #bossmare #barndominium #breakin #horsesoftiktok #catsoftiktok ♬ original sound – Iamglytja

Faðir Robin, Sam, kenndi henni að umgangast hesta síðan hún var sjö ára gömul. Eftir að Robin giftist bætti hún sífellt fleiri íslenskum hestum við.

„Allt var gott þangað til þann 6. ágúst árið 2018 þegar Robin komst að því að Sam hafði tekið eigið líf. Það voru engin merki um að Sam væri þunglyndur eða einmana. Hann átti stóra fjölskyldu og barnabörn sem elskuðu hann. Við þetta hófust endalausar „hvers vegna“ spurningar og erfiðleikar,“ segir á síðunni.

Ári seinna ákvað Robin að koma á fót samfélagsmiðlasíðum fyrir hrossin á samfélagsmiðlum til að heiðra Sam. „Tilgangurinn er að láta þig brosa eða hlæja. Sérstaklega ef þú áttir slæman dag. Eða að slæmu fréttirnar á skjánum eru yfirþyrmandi,“ segir á síðunni.

Tilgangurinn er að gleðja fólk sem er að glíma við erfiðleika. Mynd/I Am Glytja
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli