Svona hefst bréf karlmanns til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Deidre.
Maðurinn er 33 ára og rekur bar og veitingahús.
„Móttökudaman okkar er 28 ára og elskuð af viðskiptavinum. Einn daginn vorum við að tala saman og hún sagði að henni gengi illa að finna kærasta. Þrátt fyrir að vera glæsileg kona, þá hittir hún aðeins karlmenn sem nota hana fyrir kynlíf. Ég sagði eitthvað eins og að ef ég væri ekki trúlofaður þá myndi ég koma vel fram við hana,“ segir maðurinn.
Einn örlagaríkan dag var maðurinn í vinnupartý og kvöldið áður hafði hann og unnusta hans lent í hörkurifrildi.
„Samstarfskona mín bauð mér heim og ég var orðinn frekar fullur og samþykkti. Það var mjög gaman hjá okkur. Hún sagði að henni væri alveg sama þó ég væri svona drukkinn og sagðist vilja sofa aftur hjá mér þegar ég væri edrú,“ segir maðurinn.
En fljótlega breyttust aðstæðurnar.
„Hún er farin að læðast upp að mér í vinnunni og káfa á mér, eða sér sjálfri. Hún kemur stundum inn á skrifstofuna mína og sest klofvega á mig. Ég hef verið mjög smeykur um að einhver sjái okkur, en hún hlær bara. Við erum búin að stunda kynlíf þrisvar sinnum í vinnunni, en ég vil bara hætta þessu.
Ég og unnusta mín erum búin að vinna í okkar málum og ég er skíthræddur að hún komist að þessu.“
Hann segir samstarfskonuna mjög kröfuharða.
„Hún er alltaf að hringja í mig og vill að ég hitti sig. Ég hef ekki fleiri afsakanir fyrir unnustu mína, hana hlýtur að fara að gruna eitthvað.
Þessi kona er líka að saka mig um að vera eins og allir hinir, að nota hana bara fyrir kynlíf. Hún sagði að ég hafi lofað að „koma vel fram við hana“ og að hún þyrfti kannski að segja unnustu minni hvers konar karlmanni hún er að fara að giftast.
Ég hef ekki hugmynd um hvað hún mun gera næst. Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að taka þetta allt til baka.“
„Ég er hrædd um að þú verður að segja sannleikann. Eina sem þú getur gert er að vona að unnusta þín elski þig nóg til að gefa þér annað tækifæri,“ segir hún.
Hún hvetur hann til að vera ákveðinn og skýr við samstarfskonuna.
„Segðu henni að þetta hafi verið gaman en sé búið. Vertu ákveðinn. Þú gætir þurft að sannfæra hana, þar sem hún veit hvernig á að pirra þig. Það væri best fyrir þig að segja unnustu þinni sannleikann þar sem það hljómar líklegt að samstarfskonan muni segja henni. Það er alltaf best að þetta komi fyrst frá þér.“