fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. september 2023 13:09

Lína Birgitta. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska íþróttavörumerkið Define The Line hefur aldeilis náð fótfestu utan landsteina en toppur frá merkinu var notaður í myndaþætti fyrir tímaritið ELLE.

Lína Birgitta Sigurðardóttir, stofnandi og eigandi merkisins, segir í samtali við DV að tækifærin leynist víða, það þarf bara að hafa hugrekkið að sækjast eftir þeim.

Í júní voru tímamót hjá Define The Line þegar það fór í sölu í verslun í Soho-hverfinu í New York. Út frá því stækkaði tengslanet Línu Birgittu og hafa vörur hennar farið víða, þær hafa meðal annars prýtt síður Vogue og Tatler, verið á tískupöllum í París og á vefsíðum Vanity Fair, Marie Claire og Bazaar.

Skjáskot úr myndaþætti ELLE.

Sjá einnig: „Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja en ég fæ alltaf jafn mikinn sting í magann þegar ég hugsa út í þetta“

Hún útskýrir hvernig toppurinn rataði í myndaþátt ELLE. „Ég er með ákveðnar vörur frá Define The Line, sem ég sérhanna fyrir dæmi sem kallast „stílistarými“ (e. stylist room). Þar geta stílistar í New York, sem eru að vinna fyrir stóru tímaritin og veftímaritin, farið inn og valið vörur fyrir verkefni, frá mismunandi hönnuðum og merkjum. Þannig ég er með sérstakar vörur frá Define The Line sem ég hannaði sérstaklega fyrir þetta rými,“ segir hún.

Toppurinn er ekki til sölu en kemur í vetur.

Toppurinn er ekki í sölu á Define The Line en mun koma í vetur.

„Þessi toppur hefur verið í mörgum myndatökum núna og ég var að sýna Andreu Sigurðardóttur, sem hefur verið fyrirsæta hjá mér lengi, og hún sagði að ég þyrfti að koma með þetta sett. Það eru nefnilega geggjaðar buxur við þennan topp þannig það verður komið í sölu í vetur.“

Buxurnar og toppurinn.

Lítill heimur

„Þegar maður er farinn að kynnast folki héðan og þaðan, sem er í þessum geira, og stækka tengslanetið, þá sér maður svo mikið hvað heimurinn er lítill, hann er bara agnarsmár. Það eiga allir séns,“ segir Lína Birgitta.

„Maður er einhvern veginn frá „litla Íslandi“ og á það til að minnka sig.“

Lína Birgitta segir að þetta snúist um að þora. „Fólk spyr hvernig það fær svona sjálfstraust, en þetta er meira að hafa hugrekkið að fara í hlutina og eftir á kemur sjálfstraustið. Því oftar sem þú ferð í hlutina, þessa stóru og óþægilegu hluti, þá kemur sjálfstraustið. Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau.“

Spennandi tímar fram undan

Spennandi tímar eru fram undan hjá merkinu og stefnir Lína Birgitta að sækja á nýja markaði árið 2025.

„Fyrirtækið er að stækka svolítið hratt og maður vill passa að það sé ekki að stækka þannig að það sé að fara fram úr manni. Ég legg mikið upp úr þjónustu og að allir fái vörurnar sínar hratt og örugglega, þannig ég hef ákveðið að lengja tímarammann svo að það verði ekki of mikil sprenging,“ segir hún og bætir við að hún komi til með að deila frekari upplýsingum þegar nær dregur.

Fylgdu Define The Line Sport á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir