Tónlistarmaðurinn og súkkulaðidrengurinn Patrik Snær Atlason, eða Prettyboitjokko eins og hann kallar sig, veigraði sér við að svara spurningu um tekjur sínar en gaf í skyn að hann hafi það fínt.
Patrik var gestur í hlaðvarpsþættinum Close Friends og birtu vinirnir brot úr þættinum á TikTok þar sem Patrik var spurður hvað hann hefur grætt mikið á tónlistinni.
„Það er erfitt að segja nákvæma tölu,“ sagði Patrik og kallaði þá einn þáttastjórnandinn:
„Six figures?“
„Þú veist, ég er allavega nýbúinn að kaupa mér Rollie [innsk. blaðamanns: Rolex úr], skilurðu? Er það ekki eitthvað svar eða?“
@closefriendspodcast♬ original sound – CLOSE FRIENDS PODCAST
Að sögn Wrist Advisor er meðalverðið á Rolex úri frá sjö til tólf þúsund dalir, eða um 950 til 1600 þúsund krónur
Patrik steig fram á sjónarsviðið í byrjun árs 2023 og gaf út fyrstu smáskífuna sína, PBT, í maí.
Hann starfar hjá fjölskyldufyrirtækinu Góu, en afi hans er Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu. Í fyrra var hann með rúmlega 780 þúsund krónur í mánaðarlaun að meðaltali miðað við greitt útsvar 2022.
Sjá einnig: Prettyboitjokko hafði það fínt hjá afa sínum
Þó svo hann vilji ekki gefa upp hversu mikið hann er að græða á tónlistinni virðist ganga vel hjá honum í bransanum. Hann kom meðal annars fram á Októberfest SHÍ, Menningarnótt í Reykjavík og á Þjóðhátíð í sumar. Hann er nú staddur á Ibiza ásamt kærustu sinni og vinum.
Sjá einnig: Prettyboitjokko og kærastan færðu sig í svítuna á Ibiza.