fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Ástaróður að norðan – „Get ekki hjá setið þegar á að þvinga þig í hjónaband af hagkvæmnissjónarmiðum“

Fókus
Þriðjudaginn 19. september 2023 11:00

Menntaskólinn á Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðbergur Gíslason útskrifaðist fyrir áratug síðan frá Menntaskólanum á Akureyri (MA). Hann hefur nú birt ástaróð til skólans síns gamla í tilefni af fyrirhugaðri sameiningu MA og Verkmenntaskólans á Akureyri. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur lagt til sameininguna til að auka hagkvæmni í skipulagi náms og skólanna. Þessari áætlun hefur verið harðlega mótmælt og meðal annars hefur bæjarráð Akureyrar alfarið lagst gegn sameiningu. Nemendur MA hafa mótmælt og margir telja að hér stefni í alvarleg mistök.

Auðbergur ákvað að blanda sér í umræðuna með óhefðbundnum hætti og skrifar bréf til MA sem hann birti hjá Vísi. Þar persónugerir hann skólann og kallar hann „Ástin mín, Emma“.

„Þó hálf ævi mín sé liðin síðan ég hitti þig fyrst er eins og það hafi gerst í gær. Ég var ungur en þú ívið eldri. Ástin spyr víst ekki um það svo ég fluttist landshluta á milli til að vera með þér og úr varð mitt fyrsta langtímasamband. Og þó við höfum bara verið saman í örfá ár varir ást mín til þín að eilífu.

Hjá þér fann ég alltaf til öryggis, hlýju og virðingar og fannst ég í fyrsta sinn tilheyra. Þú veittir mér traust sem ég vildi rísa undir og frelsi til að læra það sem ég varð að fá að læra á eigin spýtur. Þú hélst í höndina á mér þegar þess var þörf en hvattir mig stöðugt til að standa á eigin fótum. Þú sýndir mér ætíð sanngirni, sama hvað gekk á.“

Emma gaf honum tækifæri til að læra af mistökum sínum, sló á fingur hans þegar á þurfti en klappaði að sama bragði á bakið þegar Auðbergur átti slíkt skilið. Emma gaf honum jarðtengingu en kenndi honum á sama tíma að setja markið hátt.

„Með þér óx ég sem einstaklingur. Ég lærði að taka tillit. Ég lærði gagnrýna hugsun. Ég lærði skoðanaskipti. Og ég lærði að skipta um skoðun—nokkuð sem sumir mættu tileinka sér. Þú kenndir mér víðsýni, opnaðir heimsmynd mína upp á gátt og varpaðir nýju ljósi á allt. Ég kynntist þér, kynntist öðrum og kynntist sjálfum mér. Þú breyttir lífi mínu og bjóst mig undir næstu kafla þess. Þú mótaðir mig og ég vona að ég hafi sett mitt mark á þig. „

Þó svo áratugur sé liðinn síðan Auðbergur útskrifaðist er skólinn enn hluti af honum, en nú stefni í ógöngur.

„En elsku Emma, nú er svo komið að ég get ekki hjá setið þegar á að þvinga þig í hjónaband af hagkvæmnissjónarmiðum. Þvert gegn vilja þínum, tilvonandi makans, og okkar sem stöndum þér næst. 

Þú ert og verður minn skóli, mín lexía, mín menntun, mín mótun. Á hverju ári bætast við ungmenni sem fá um stutt skeið að kynnast þér á sama hátt og ég. Vonandi fá þau áfram að kynnast þér í sömu mynd um ókomin ár. Fagrir draumar rætast enn. 

Að eilífu þinn stúdent“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Neyðarleg uppákoma á tónleikum Drake – „Múgurinn stundi upp“

Neyðarleg uppákoma á tónleikum Drake – „Múgurinn stundi upp“
Fókus
Í gær

Hættulegur dans Britney á Instagram vakti ótta og lögreglan send að heimili hennar

Hættulegur dans Britney á Instagram vakti ótta og lögreglan send að heimili hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Michael Gambon látinn

Michael Gambon látinn