fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fókus

OnlyFans-stjarnan Arna Bára gifti sig með stæl á snekkju – Tveggja mínútna athöfn og hoppað í ískaldan sjó

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OnlyFans-stjarnan Arna Bára Karlsóttir og argentíska fyrirsætan Ian Hachmann komu til Íslands í vikunni og giftu sig þriðjudagskvöldið 11. júlí. At­höfn­in fór fram á snekkjunni Amelia Rose.

Sjá einnig: Stærsta Onlyfans-stjarna Íslendinga mætt til landsins – „Draumur að verða að veruleika“

„Dagurinn var fullkominn á allan hátt og allt bara gat ekki verið betra. Gestirnir voru allir svo tímalega þannig að veislan byrjaði snemma og ég gat bara ekki verið glaðari,“ segir Arna Bára í samtali við DV.

Snekkjan Amelia Rose er fjögurra hæða og voru brúðhjónin með barþjón, þjóna og dj, allt sem gerir góða veislu skemmtilega.

„Á slaginu 23:11 þá skiptumst við á hringum og klæddum okkur úr fötum og hoppuðum í sjóinn,“ segir Arna Bára. Eða eins og hún skrifar við myndskeið á Instagram: „Tveggja mín­útna brúðkaup þar sem var skipst á hringj­um og svo beint úr föt­un­um og hoppað í ís­kald­an ís­lenska sjó­inn.“  

Aðspurð segir hún bónorðið hafa verið gert með stæl á IBIZA. Parið tók svo ekki langan tíma í brúðkaupsundirbúning.

„Nei þetta var allt planað með minna en viku fyrirvara, þetta var allt planað á fyllerí með vinafólki okkar,“ segir Arna Bára.

Aðspurð um hvort henni finnist mikilvægt að vera í hjónabandi segir hún: 

„Okkur finnst ekki mikilvægt að staðfesta ástina með hjónabandi, ég hef enga trú á hjónabandi og ætlaði aldrei að gifta mig og hann ekki heldur. En við þurftum að gera það svo hann fái að vera hjá mér á Spáni þannig að við ákváðum bara að skella í þetta. Svo þegar maður hittir manneskjuna sína þá langar mann að gifta sig og vera fastur með manneskjunni alla ævina þannig að það er bara skemmtilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Í gær

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“