fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fókus

Aron og Bjarki hringdu í beinni í stera- og fíkniefnasala – „Konan er á þessu“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. júní 2023 13:00

Bjarki og Aron

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þá ætlum við að gera okkur helvíti líklega og hringja í sala og jafnvel fá að skipta einhverju,“ segir Bjarki Viðarsson, sem heldur úti hlaðvarpsþættinum Götustrákar ásamt Aroni Mími Gylfasyni.

Í nýjasta þættinum segja þeir frá því að þeir fengu farsíma afhentan af ónefndum aðila og töluðu sig inn í aðgang á síðum þar sem er verið að selja fíkniefni og vopn. Í þættinum má sjá hvernig viðskipti fíkniefna eru í raun og veru hér á landi og segja þeir frá að það eru til tugir af síðum þar sem verslað er með fíkniefni og vopn. Í þættinum hringja þeir í sterasala og amfetamínsala. 

„Ertu með einhverja olíu, ertu með testa? Myndir þú skipta 20 glösum fyrir ipad?“ spyr Aron sterasalann. Hafnar salinn því og segist ekki vilja nein skipti. Beðinn um að senda sms þegar varan kemur í hús, segir salinn: „Ég á eftir að steingleyma því, það eru 100 manns að biðja mig að senda sms. Það er alltaf nóg að gera í þessu.“

„Eru allir á sterum í dag?“ spyr Aron. „Annar hver maður sem fer í ræktina, það bara þorir enginn að viðurkenna það, Meira að segja mjóustu gæjarnir i ræktinni, þeir kunna bara ekki að nota þetta.“

„Þetta er bensínið sem þú þarft til að koma þér af stað,“ segir Aron og lýkur símtalinu. „Við fengum bara semi viðtal í leiðinni.“

„Þetta var bara frábær viðmælandi, þetta var bara geggjað,“segir Bjarki. 

Bjarki hringir í amfetamínsala og spyr konuna hvort hún sé með Elvanse til sölu, sem er ADHD lyf sem er selt á svörtum markaði. Sem hún játar og segist vera að sækja vöruna og hún muni hækka verðið í næsta mánuði. 

Konan er á þessu og hún fær ekki lyfseðilsskylt, segir Bjarki. Þetta fer alltaf strax,segir konan. Boxið selur hún á 35 þúsund krónur, Bjarki segist vera tilbúinn að greiða 40 þúsund krónur þar sem konuna hans bráðvanti þetta. Segist hann ætla að hringja aftur í salann þegar hún er komin með vöruna og kveður með: Ok geggjað, ok elska þig.

Á netinu er einnig skiptimarkaður fyrir vopn þar sem menn reyna að kaupa byssur, skiptast á hnífum, sumir jafnvel selja merkjavörufötin sín til þess eins að fá næsta skammt, eins og skjáskot úr þættinum sýna.

Karlmenn sem setið hafa inni koma einnig í þáttinn og segja frá sinni reynslu og neyslunni.

Félagarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason standa bak við hlaðvarpsþáttinn Götustrákar sem hýstur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Bjarki og Aron, sem betur eru þekktir undir Twitter-nöfnum sínum, Jeppakall 69 doperman Rakki og Ronni Turbo Gonni, lifðu og hrærðust í undirheimunum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina. Ætlun þeirra með hlaðvarpinu er að gefa hlustendum innsýn inn í þennan miskunnarlausa heim og ekki síður ráð um hvernig foreldrar geta passað upp á börnin sín varðandi stafrænar hættur.

Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt