fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Fókus

Willem vissi hvað beið hans sem samkynhneigðs manns þegar að nasistar réðust inn í Holland – Bjargaði lífi tugþúsunda með hugmyndaauðgi sinni

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 22. maí 2023 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar nasistar réðust inn í Holland í maí 1940 töldu sumir Hollendingar að betra væri að gefa eftir en að reyna að berjast gegn ofureflinu. 

En Willem Arondeus, sem var hluti af miklum minnihluta samkynhneigðra karlmanna sem ekki fór í felur með kynhneigð sína, vissi vel hvað nasistar gerðu við samkynhneigt fólk. Enda búnir að afnema þá löggjöf Hollands sem hafði gert samkynhneigð löglega árið 1811. 

Hann skráði sig því í andspyrnuhreyfingu Hollendinga.

Willem sem ungur maður árið 1921

Falsaði skilríki en það var ekki nóg

Willem var afar hæfileikaríkur listamaður og hóf hann, ásamt félögum sínum í andspyrnuhreyfingunni, að skrifa dreifibréf og vara Hollendinga við að gefast upp gegn nasistum. Hann hóf einnig að falsa skilríki gyðinga. Skilríki sem gátu staðið á milli lífs og dauða.

En hann lét ekki þar við sitja. Willem vissi allt of vel að nasistar höfðu aðgengi að þjóðskrá Hollands og gátu þar með flett upp hvort skilríki væru raunveruleg eða ekki. Því töldu Willem og samstarfsfólk hans aðeins eitt i stöðunni; að eyða öllum gögnum sem þjóðskrá landsins bjó yfir. 

Í mars árið 1943 ákváð Willem, ásamt 14 félögum, mörgum bæði samkynhneigðum körlum og konum, að sprengja upp bygginguna í Amsterdam sem hýsti þjóðskrána.

WIllem átti stóran og þéttan vinahóp. Hér sést hann dansa, til vinstri á myndinni.

Einn af vinum Willem, samkynhneigður klæðskeri, saumaði á þá einkennisbúning nasista svo þeir komust inn í bygginguna án þess að öryggisverði nasista grunaði eitt né neitt. Þeir komu fyrir sprengiefni og þegar þeir voru vissir um allt hollenskt starfsfólk hefði yfirgefið bygginguna, kveiktu þeir í sprengiefninu og flúðu. 

Willem og félögum hans tókst ekki aðeins að eyðileggja 800.000 persónuskilríki, heldur gerðu þeir þúsundir til viðbótar nánast ólæsileg, þökk sé reyk- og vatnsskemmdum.  Þeir björguðu lífi tugi þúsunda. 

Svikari innan hreyfingarinnar

En sigur þeirra var skammvinnur þar sem svikara var að finna innan andspyrnuhreyfingarinnar. Nokkrum dögum eftir sprenginguna sagði hann til Willem sem var handtekinn, yfirheyrður og að öllum líkindum pyntaður í þeim tilgangi að fá hann til að gefa upp nöfn samverkamanna sinna. En Willem sveik þá ekki, sama hvað á hann var lagt, hann nefndi engan á nafn.

Nasistar arka inn í Holland.

En því miður hafði hann skráð allt ferlið i dagbækur sínar. Nasistar fundur þær við húsleit og handtóku alla félaga Willem. Það var réttað yfir þeim og af 15 voru 12 þeirra fundir sekir, þar á meðal Willem. Þann 1. júlí árið 1943 voru þeir leiddir fyrir aftökusveit og skotnir.

Willem Arondeus var 48 ára gamall. 

En Willem Arondeus ákvað að berjast fram í andlátið og stuttu fyrir aftökuna bað hann lögfræðing sinn að koma því áleiðis, vítt og breytt um Holland, að samkynhneigðir væru ekki huglausir. Þeir myndu aldrei gefast upp að berjast fyrir réttindum sínum svo og öllum mannréttindum. 

Lögfræðingur hans lofaði því og stóð við orð sín. 

800 þúsund skjöl voru gjöreyðilög og mörg önnur ólæsileg

LGBTQ+ samfélagið sem gleymdist

En því miður gleymdust hetjudáðir Willem eftir því sem árin liðu og varla nokkur maður kannaðist við nafn hans og gjörðir. Það má segja að nafni hans hafi verið sópað undir teppið og var gagnkynhneigðum félaga Willem að mestu þakkað fyrir falsanir skilríkjanna svo og sprenginguna. 

En sem betur fer breyttist það eftir að sagnfræðingar fóru betur að rýna í gögn er sýndu hversu öflugur Willem var í andspyrnunni. Og á níunda áratug síðustu aldar veitti hollenska ríkisstjórnin Willem loks þá viðurkenningu sem hann átti skilið. En það liður samt sem áður heil tíu ár þar til samkynhneigð Willem var loks nefnd í sögubókum, það hafði áður verið skrifað um hugrekki hans en kynhneigð haldið leyndri. 

Og sagnfræðingar segja að hann sé ekki sá eini innan LGBTQ+ samfélagsins sem var viljandi haldið utan sagnfræðirita. 

Willem Arondeus

„Það er ótrúlega þýðingarmikið að ræða allt LGBTQ+ fólkið sem kom við sögu í baráttunni gegn helförinni vegna þess að svo lengi, í raun allt of lengi, var LGBTQ+ fólk skrifað út, hreinsað burt. Fólk sem sýndi ótrúlegt hugrekki og fórnaði lífi sinu í þágu réttlætis. Þögnin hreinlega æpti á mig,,“ sagði Jake Newsome, sagnfræðingur og sérfræðingur í sögu LGBTQ+ fólks. Og Willem var einn af þessu ótrúlega hugrakka fólki, einstaklega falleg sál og góð manneskja. 

Willem Arondeus skildi eftir sig öfluga arfleifð sem opinskátt samkynhneigður maður og andspyrnumaður,” sagði Newsome i sjónarpsviðtali. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis
Fókus
Í gær

Folda og Guðmundur selja eign í Sigvaldahúsi

Folda og Guðmundur selja eign í Sigvaldahúsi
Fókus
Í gær

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna
Fókus
Í gær

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Í gær

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka
Fókus
Fyrir 2 dögum

Spennutryllir úr smiðju aðalframleiðanda Game of Thrones

Spennutryllir úr smiðju aðalframleiðanda Game of Thrones
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hollywoodstjarnan hugfanginn af Íslendingum- „Pínulítið skrýtnir, dásamlegir og áhugaverðir“

Hollywoodstjarnan hugfanginn af Íslendingum- „Pínulítið skrýtnir, dásamlegir og áhugaverðir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Breyttar væntingar vinnuveitenda til atvinnuleitenda

Breyttar væntingar vinnuveitenda til atvinnuleitenda