fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Opnar sig um ástarmálin fyrir tíð eiginmannsins – „Ég gerði alltaf sömu mistökin“

Fókus
Miðvikudaginn 29. mars 2023 15:29

Priyanka Chopra og Nick Jonas. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Priyanka Chopra segir að hún hafi alltaf gert sömu mistökin í samböndum áður en hún kynntist eiginmanni sínum, söngvaranum Nick Jonas.

Priyanka opnar sig um ástina og sambönd í hlaðvarpsþættinum Armchair Expert.

Hún rifjar upp þegar hún kynntist Nick. „Ég var þá í stormasömu sambandi. Þetta var árið 2016. Ég og Nick áttum sameiginlega vini sem vildu ekki að ég væri í þessu sambandi og voru að segja mér að Nick væri líka á lausu. Við vorum bæði í flóknum aðstæðum,“ segir hún.

Hún nefnir ekki fyrrverandi kærasta sinn á nafn en segir að sambandið hafi verið á lokametrunum þegar Nick sendi henni skilaboð á samfélagsmiðlum. Hún var samt ekki viss um söngvarann.

„Ég var 35 ára og hann var 25 ára. Ég gerði ráð fyrir því að hann vildi ekki það sama og ég. Ég var tilbúin til að stofna fjölskyldu og skapa mér framtíð með einhverjum, ég var tilbúin í eitthvað alvarlegt,“ segir hún.

En það kom í ljós að þau vildu bæði sömu hlutina og ástin blómstraði. Þau giftust árið 2018 og eiga saman dóttur.

Áður en Priyanka fann ástina í örmum Nick gekk illa hjá henni í ástarmálum.

„Ég gerði alltaf sömu mistökin. Það var alltaf sama mynstrið, mér fannst eins og þeir væru að gaslýsa mig því ég eiginlega gaf þessa orku frá mér, að manneskjan sem ég var með var í fyrsta sæti,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala