fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Myndband af stórstjörnunum í sleik hefur gert allt vitlaust

Fókus
Mánudaginn 27. mars 2023 11:00

Mynd/Getty/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski söngvarinn Harry Styles og bandaríska fyrirsætan Emily Ratajkowski virtust njóta sín saman í Tókýó á dögunum.

Myndband af þeim kyssast hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Harry Styles var í sambandi með leikkonunni og leikstjóranum Oliviu Wilde um tveggja ára skeið en því ástarævintýri lauk í nóvember 2022.

Emily skildi við barnsföður sinn, Sebastian Bear-McClard, í september 2022 eftir fjögurra ára hjónaband.

Síðan þá hefur hún ruglað saman reytum við grínistann Pete Davidson. Fyrr á árinu átti hún í stuttu ástarsambandi með grínistanum Eric André og er hún einnig sögð hafa farið á nokkur stefnumót með Brad Pitt.

Harry Styles, 29 ára, og Emily Ratajkowski, 31 árs, voru bæði í Tókýó um helgina, en söngvarinn var með tónleika í Japan. Myndbönd af þeim hafa farið á mikla dreifingu um netheima, í einu þeirra má sjá þau dansa saman og í öðru kyssast þau innilega.

Aðdáendur spyrja sig hvort þau séu einfaldlega að hafa gaman saman, eða hvort um sé að ræða nýjasta stjörnupar Hollywood.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það