fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Kæra gegn höfundi Rick & Morty felld niður – Segir að bitur fyrrverandi kærasta hafi reynt að slaufa honum

Fókus
Fimmtudaginn 23. mars 2023 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kæra gegn Justin Roiland, sem er einn af mönnunum á bak við vinsælu fullorðins teiknimyndaþættina Rick & Morty, um heimilisofbeldi hefur ferið felld niður.

Var honum gert að sök að hafa beitt heimilisofbeldi sem leiddi til alvarlegra meiðsla, auk frelsissviptingar af ásetningi. Greindu fjölmiðlar frá því að meintur þolandi hans hafi fengið nálgunarbann geng honum og eins að Justin hafi verið gert að láta af hendi öll skotvopn sín á meðan málið væri til rannsóknar og eftir atvikum meðferðar hjá dómstólum.

Talsmaður saksóknara embættisins í Orange County staðfesti niðurfellinguna í samtali við New York Post og vísaði til þess að embættið líti svo á að ónægar sannanir séu fyrir hendi svo hægt sé að sanna málið svo það sé hafið yfir skynsamlegan vafa.

Kæran hefur haft mikil áhrif á líf Roiland en Adult Swim sem framleiðir þættina skar á tengsl sín við Roiland eftir að opinberlega var greint frá kærunni.

Roiland hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Ég hef alltaf vitað að þessar sakir væru falskar og efaðist aldrei um að þessi dagur myndi koma. Ég er þakklátur fyrir að málinu hafi verið vísað burt en á sama tíma er ég sleginn yfir þeim hrottalegu lygum um mig sem hafa komið fram í þessu ferli.

Mest er ég vonsvikinn yfir því hversu margir voru fljótir til að setja sig í dómarasætið án þess að vita staðreyndir málsins og byggðu álit sitt á orðum biturrar fyrrferandi kærustu sem reyndi að sneiða framhjá réttlátri málsmeðferð til að fá mér slaufað.

Það að þetta hafi gengið upp hjá henni, jafnvel aðeins að hluta til, er til skammar. Ég er staðráðinn í því að halda lífinu áfram og einbeita mér að skapandi verkefnum mínum og að því að endurheimta mitt góða nafn.“

Rick & Morty þættirnir komu fyrst út árið 2013 og í fyrra var sjötta þátttaröðin frumsýnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna