fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Hvetur fólk til að hlaupa í burtu þegar barnlaus kornungur einkaþjálfari segir þetta

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. mars 2023 12:29

Ragga Nagli. Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allir hafa sömu 24 tímana á sólarhring, en ekki allir eru í sömu aðstæðum í lífinu.“

Svona hefst pistill Ragnhildar Þórðardóttur, betur þekkt sem Ragga nagli. Hún er klínískur heilsusálfræðingur, pistlahöfundur og einkaþjálfari. Hún er virk á samfélagsmiðlum og skrifar um heilsu á mannamáli. Pistlar hennar hafa slegið í gegn um árabil og í þeim nýjasta beinir hún spjótum sínum að forréttindapésum og barnlausum kornungum einkaþjálfurum.

Ekki allir hafa sömu stjórn

Hún segir að allir hafa 24 tíma í sólarhring en fólk sé í misjöfnum aðstæðum.

„Sumir eru forréttindapésar sem geta sjálfir ráðstafað að vild hverri klukkustund sólarhringsins. En flestir eru undir stjórn barna, yfirmanns, foreldra og maka þegar kemur að þeirra tíma,“ segir hún.

„Sprettu þess vegna eins hratt og þú getur langt, langt út í buskann þegar barnlaus kornungur einkaþjálfari með sveigjanlegan vinnutíma segir þér að æfa í allavega einn og hálfan tíma á dag til að ná árangri. Að ef þú mætir ekki uppá punkt og prik sex sinnum í viku geturðu allt eins sleppt þessu heilsubrölti.

Þú verður að gúlla sex útmældar og vigtaðar máltíðir á dag. Svolgrun á prótínsjeik rakleiðis eftir æfingu er bundið í landslög, annars leka vöðvar af grind strax í búningsklefanum.

Byrjaðu daginn á jógadýnu á gólfinu með stofuheitt vatn með nýpressaðri lífrænni sítrónu og sjávarsalti úr Dauðahafinu. Skrifaðu síðan þakklætisdagbók.

Lestu síðan allavega tíu blaðsíður í sjálfshjálparbók áður en þú hoppar undir kalda sturtu í allavega tuttugu mínútur.“

Ragga nefnir nokkra „góðkunnuga frasa“ sem má stundum heyra frá þessum aðilum:

„Engar afsakanir í boði.

Hringdu bara í vælubílinn.

Þú forgangsraðar ef þú virkilega vilt þetta.

Hvað horfirðu lengi á sjónvarpið annars?“

„Haltu þig langt langt í burtu frá svona eitruðum ráðleggingum. Því þú ert að gera þitt besta. Stundum er þitt besta á rokkstjörnuleveli. En oftar ertu rétt að lifa daginn af án þess að tapa glórunni,“ segir hún.

Mynd/Ragga Nagli Facebook

Gerðu bara þitt besta

Ragga segir að suma dagana nær maður að forgangsraða hreysti og hollustu en aðra forgangsraðar maður tíma með börnunum eða tíma til að sinna heimilinu eða fara út í búð.

„Er hlaupabrettið kl fimm núll núll raunhæft fyrir þig og þinn lífsstíl? Þarft þú kannski lengri svefn eftir að koma þrem börnum í rúmið? Áttu kannski bara tuttugu mínútur aflögu seinnipartinn ef þú plantar krógunum fyrir framan Æpadinn? Finnst þér þú eiga skilið Nóbelsverðlaunin ef þú nærð að útbúa eina máltíð í nesti á dag? Ert þú kannski að stunda nám með vinnu, hugsa um veikt foreldri, barn með námserfiðleika eða atvinnulausan maka?

Aðlagaðu heilsusamlegar venjur að þínum aðstæðum hverju sinni. Þú þarft ekki að búa til óþarfa streitu með að troða lífi þínu með skóhorni og smurolíu í kringum ræktarferðir og nestisgerð. Gerðu bara þitt besta… það er #nógugott“

Fylgstu með Röggu Nagla á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans

Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans
Fókus
Í gær

Hasar í fegurðarsamkeppni – Eiginmaður trylltist á sviði yfir að hans kona var ekki valin sú fegursta

Hasar í fegurðarsamkeppni – Eiginmaður trylltist á sviði yfir að hans kona var ekki valin sú fegursta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins