fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Heiðrún kveður niður vinsæla mýtu um kviðfitu – „Ég er ekki að ljúga að ykkur, þetta er bara svona“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 20. mars 2023 11:38

Heiðrún Finnsdóttir. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og áhrifavaldurinn Heiðrún Finnsdóttir kveður niður vinsæla mýtu um kviðfitu og segir að ef heilsuvara hljómar of góð til að vera sönn, þá sé það venjulega tilfellið.

„Ég komst að því að „Hvernig minnka ég kviðfitu“ er ein vinsælasta spurningin þegar kemur að heilsunni. Næst á eftir koma spurningar um æfingaprógröm áhrifavalda og hvernig sé hægt að líta út eins og þeir,“ segir Heiðrún og skerpir á nokkrum atriðum í færslu á Instagram.

Til að byrja með kveður hún niður vinsæla mýtu um að hægt sé að brenna fitu á ákveðnum líkamshluta, til dæmis að sumar æfingar eigi að að minnka kviðfitu.

„Í fyrsta lagi, það er engin leið til að fókusa á einn líkamspart og ætla sér að brenna fitunni þar og hvergi annars staðar. Þú getur gert eins margar kviðæfingar og þú vilt, það er ekki að fara að brenna bumbuna í burtu. Ég er ekki að ljúga að ykkur, þetta er bara svona,“ segir hún.

„Í öðru lagi, þú átt aldrei eftir að líta út eins og heilsuáhrifavaldur á Instagram, með gervibrúnku og fullkomlega photoshoppaðan líkama, sama hvað þú kaupir mörg æfingarprógröm af þeim. Heilsuáhrifavaldarnir líta ekki einu sinni svona út og því miður vita flestir þeirra ekkert hvað þeir eru að tala um.

Í þriðja lagi, ef söluvaran segist vinna á kviðfitu, auka grunnbrennsluna, byggja upp vöðva eða bæta heilsuna, bara með því að innbyrða hana, eða nota víbrandi plötu og drekka einn bolla af kaffi á dag, þá er þetta svikamylla.“

Að lokum segir Heiðrún að það sé engin töfralausn.

„Það þarf að leggja mikið meira á sig en að drekka vondan bolla af instant kaffi og sitja á plötu sem hristir þig. Treystu mér, ef þetta væri tilfellið þá væru allir í svakalegu formi og ég væri ekki að skríða fram úr klukkan fimm á morgnanna til að æfa eins og skepna. Eyddu frekar peningum í nýjan titrara og fáðu þér góðan bolla af kaffi. Ekki láta rugla í þér.“

Sjá einnig: Heiðrún segir himin og haf á viðmóti lækna í dag og þegar hún var í yfirþyngd – „Það var búið að ákveða að ég væri letingi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vaknaðu! Safnar 38 milljónum króna fyrir Rauða krossinn – MYNDIR

Vaknaðu! Safnar 38 milljónum króna fyrir Rauða krossinn – MYNDIR
Fókus
Í gær

Stórstjörnur giftu sig í leyni

Stórstjörnur giftu sig í leyni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Folda og Guðmundur selja eign í Sigvaldahúsi

Folda og Guðmundur selja eign í Sigvaldahúsi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri