fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fókus

Tilgangslausar staðreyndir um kossa – Í 40 ár var bannað að kyssast liggjandi í bandarískum kvikmyndum

Fókus
Sunnudaginn 19. mars 2023 15:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað veistu um kossa? Annað en að þeir geta jú verið stórskemmtilegri? Því þar er ansi margt áhugavert um þessa hegðun, sem er næstum eingöngu bundin við mannfólkið. 

Mörg dýr sýna hvort öðru, og okkur, hegðun sem getur minnt á kossa en það er reyndar bara eitt dýr sem kyssir nákvæmlega eins og fólk. Það er bonobo apinn. 

Bonobo aparnir eru duglegir við kossastandið.

Hér má sjá nokkrar staðreyndir um kossa 

Meðalmanneskjan kyssir í 20,160 mínútur um ævina. Það eru tvær vikur. Án svefns. 

Helmingur Vesturlandabúa hefur kysst fyrir 14 aldurinn. . 

Meðalkossinn brennir 2 til 6 hitaeiningum á mínútu en afar ástríðufullur koss getur brennt að allt 26 hitaeiningum á mínútu. Sem er örugglega skemmtilegri megrun en margar aðrar. 

Yfir 20% fólks getur ekki hugsað sér ástarsamband við einhvern sem kyssir illa. Heldur fleiri konur.

Tíu prósent íbúa heimsins kyssa ekki og þekkist það ekki í þeirra menningarheim. Yfirleitt er orðið ekki einu sinni til í tungumálum þeirra. Þess í stað kemur annars konar líkamleg snerting, til dæmis að nudda saman útlimum eða jafnvel sleikja andlit.

Sama prósenta einstaklinga getur fengið fullnægingu við koss. 

Við notum 29 til 33 andlitsvöðva þegar við kyssum, varir er 200 sinnum næmari en fingur og þegar að tveir einstaklingar kynnast skiptast þeir á allt frá 10 milljónum og upp í milljarð baktería af 278 tegundum. Sem er jákvætt því það styrkir ónæmiskerfið. 

Þeir sem eru virkir á stefnumótaforritum kyssi helmingi fleriri. Mynd/Getty

Karlmenn sem kyssa konur sina á morgnana lifa að meðaltali fimm árum lengur en karlmenn sem sleppa morgunkossinum. Ekki nóg með það þá hafa kossamennirnir hærri tekjur en þeir er ekki kyssa. 

Það er minnst á rúmlega 30 mismunandi gerðir kossa í kynlífsbibliunni Kama Sutra. Meðal annars tunguslaginn. 

67% fólk hallar höfðinu til hægri þegar það kyssir og sama prósenta karlmanna segir að sér sé sama hvort að kyssufélaginn sé með varalit eða ekki. 

Það er meinhollt að kyssa því við kossa eykst dópamín- og serótónínframleiðsla heilans sem veldur aukinni vellíðan, kynhvöt eykst og testerónframleiðsla í karlmönnum er meiri meðan á kossi stendur. Kossar hafa einnig jákvæð áhrif á húð og minnkar til að mynda myndun bóla á andliti þeirra sem duglegir eru við tunguleikfimina. 

Mynd/Getty

20% segja það gilda ástæðu til að slíta sambandi að viðkomandi kyssi illa. 

Þeir sem eru á lausu og á virkir á stefnumótaforritum kyssa helmingi fleiri en þeir sem ekki eru á slíkum og 91,6% íbúa Vesturlanda hafa kysst á almannafæri að minnsta kosti einu sinni. 

Og áfram með tilangslausa tölfræði. 72% einstaklinga og 78% para segir kossa mikilvæga eða mjög mikilvæga í sambandi. 66% loka augunum og 55% vilja byrja með lokaðar varir á meðan 45% vilja skella sér beint í tunguna. 

Það er til gríðarlegur fjöldi laga um kossa um heim allan en það sem kannski fæstir vita er að árið 1930 voru sett lög í Bandaríkjunum sem sögðu það ólöglegt að sýna fólk kyssast liggjandi í kvikmyndum. Að minnsta kosti annar einstaklingurinn varð að standa í annan fótinn. Við sömu lagasetningu var bætt við að það væri ólöglegt að kossar í kvikmyndum væru lengri en 6 sekúndur.

Þessi lög voru ekki afnumin fyrr en árið 1968.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum