fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fókus

Auðjöfur kallaður „ógeð“ fyrir að hafa boðið kvenkyns flugfarþega 14 milljónir

Fókus
Fimmtudaginn 16. mars 2023 14:59

Steve Kirsch. Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tæknifrumkvöðullinn og auðjöfurinn Steve Kirsch sætir harðri gagnrýni eftir að hann greindi frá því á Twitter að hann hafi boðið konu, sem var með honum í flugi, yfir 14 milljónir króna fyrir að fjarlægja andlitsgrímu.

Kirsch hefur verið einn af þeim sem hefur verið hvað háværastur og áberandi í umræðunni gegn Covid bólusetningum.

„Ég er á flugi á vegum Delta núna. Manneskjan sem situr við hliðina á mér í fyrsta farrými afþakkaði 100 þúsund dollara (14,250,000 krónur) fyrir að sleppa andlitsgrímunni allt flugið,“ skrifaði Kirsch á Twitter í síðustu viku og birti mynd af sér í flugvélinni.

„Ég er ekki að djóka. Þetta var eftir að ég útskýrði að grímur virka ekki. Hún vinnur fyrir lyfjafyrirtæki.“

Steve Kirsch hefur lengi verið stórt nafn í bransanum. Mynd/Getty

Kirsch hefur lengi verið stórt nafn í tæknibransanum. Hann er maðurinn á bak við ljósmúsina við upphaf níunda áratugarins. Hann stofnaði fyrirtækið Frame Technology Corp sem var keypt af Adobe árið 1995. Hann stofnaði síðan leitarvélina Infoseek sem Disney keypti af honum árið 1999.

Árið 2020 stofnaði hann rannsóknarsjóð fyrir hugsanlegar Covid meðferðir en hefur síðan þá orðið efins um bóluefnið og hefur verið sakaður um að deila villandi upplýsingum um heimsfaraldurinn á samfélagsmiðlum.

Twitter-færsla Kirsch vakti mikla athygli og sköpuðust heitar umræður við þráðinn. Margir hafa gagnrýnt hegðun hans.

„Þvílíkar hrútskýringar. Ég þori að veðja að þessi kona vildi óskað þess að hún væri með annað sæti,“ sagði einn netverji.

„Þú varst að áreita konu sem var ekki að trufla neinn, í lokuðu og litlu rými þar sem hún komst ekki frá þér… Yndislegt,“ sagði annar.

Hann hefur einnig verið kallaður „ógeð“ og „hrokafullur bjáni.“

Kirsch sagði að konan hafi fjarlægt grímuna til að borða og sagði að þar með væri öll vörn farin fyrir bý. En læknirinn Judy Melinek lagði orð í belg og sagði að grímur virki og að hann hefði átt að biðja konuna afsökunar.

Nokkrur sögðu að þeir hefðu ekki hikað við að taka boðinu.

„Þó ég myndi POTTÞÉTT fá Covid, þá hefði ég tekið 14 milljónirnar,“ sagði einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“