fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Loreen sökuð um stuld á Eurovision-laginu sem flestir spá sigri í Liverpool

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. mars 2023 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska söngkonan Loreen er sökuð um höfundarréttarstuld á laginu Tattoo sem spáð er góðu gengi á lokakeppni Eurovision í Liverpool í maí. Netverjar hafa farið mikinn vegna málsins en Tattoo er sagt vera keimlíkt tveimur öðrum lögum. Laglínan er sögð vera úr laginu V Plenu sem kom út árið 2005, og upphafsstefið er sagt vera stolið úr laginu Flying Free sem kom út árið 1999.

Lagið Tattoo hefur slegið í gegn en það er meðal annars vinsælasta lag Íslands á Spotify þessa stundina. Þá telja veðbankar miklar líkur á því að sú sænska standi uppi sem sigurvegari á lokakeppni Eurovision. Hún er ekki alveg ókunn góðu gengi þar en eins og frægt varð sigraði Loreen keppnina árið 2012 með laginu Euphoria.

TikTok notandinn @i_kirill_you birti myndband þar sem hann bar saman laglínu Tattoo við lagið V Plenu með Mika Newton.

@i_kirill_you @Loreen #loreen #eurovision #миканьютон #sverige #украина #евровидение #fypシ #sweden ♬ Tattoo – Loreen

Netverjar skiptast í fylkingar og sumir segja þetta vera skýrt merki um stuld segja aðrir að þetta sé vinsæl laglína sem finnst í mörgum öðrum lögum.

Twitter-notandinn @PauGranger vakti athygli á að upphafsstef lagsins er mjög líkt upphafsstefi lagsins Fyling Free með Pont Aeri.

Eins og fyrr segir er Loreen talin sigurstranglegust í Eurovision í Liverpool í maí. Samkvæmt Eurovision World eru 40 prósent líkur á að hún muni vinna keppnina. Finnar koma næst, sigurlíkur þeirra eru 15 prósent og síðan Úkraína með 13 prósent líkur á sigri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés