Það var kollegi Sophie, Rebecca More, sem tilkynnti andlát hennar á samfélagsmiðlum en þær unnu saman um nokkurra ára skeið á sínum tíma.
Sjá einnig: Klámstjarna látin aðeins 34 ára – Tók afar óvænta U-beygju í lífinu
„Við áttum ótrúlegar stundir saman og ég mun aldrei gleyma henni,“ sagði More meðal annars.
Ævi Sophie var ekki alltaf dans á rósum og varð hún fyrir grófri kynferðislegri misnotkun sem barn. Hún leiddist snemma út í neyslu eiturlyfja og áfengis og hóf feril sinn í klámmyndum árið 2017 þar sem hún naut talsverðra vinsælda.
Eiginmaður hennar, Oliver Spedding, lést sem fyrr segir í nóvembermánuði en hann þótti afar efnilegur knattspyrnumaður á sínum yngri árum. Kom hann upp í gegnum unglingastarf Crystal Palace sem spilar í ensku úrvalsdeildinni. Hann sneri sér síðar að klámbransanum eftir að hafa setið af sér fangelsisdóm.