fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fókus

Sofa í sitthvoru svefnherberginu

Fókus
Föstudaginn 22. desember 2023 08:29

Benji Madden og Cameron Diaz. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Cameron Diaz og tónlistarmaðurinn Benji Madden munu fagna níu ára hjónabandsafmæli í janúar.

Að hennar sögn er lykillinn að góðu hjónabandi að sofa í sitthvoru svefnherberginu.

„Við ættum að normalísera að pör sofi í sitthvoru svefnherberginu,“ sagði hún í hlaðvarpsþættinum Lipstick on the Rim eftir að önnur þeirra sem stjórnar þættinum kvartaði undan hrotum eiginmanns síns.

Hún sagði að hún og Madden séu með sitthvort herbergið og í miðjunni er sameiginlegt herbergi þeirra.

„Og við erum með svefnherbergið í miðjunni þar sem við getum verið saman og verið, þið vitið, náin.“

Diaz og Madden eiga Raddix, 3 ára. Þau halda fjölskyldulífinu að mestu úr sviðsljósinu en tónlistarmaðurinn á það til að fara fögrum orðum um eiginkonu sína á samfélagsmiðlum.

Eins og í janúar til að fagna átta ára sambandsafmæli þeirra eða í ágúst til að óska leikkonunni til hamingju með 51 árs afmælið.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Benji Madden (@benjaminmadden)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íþróttakonan Hekla Sif: Átröskunin tók yfir líf mitt

Íþróttakonan Hekla Sif: Átröskunin tók yfir líf mitt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræðalega augnablikið þegar Keith Urban var spurður út í Nicole Kidman

Vandræðalega augnablikið þegar Keith Urban var spurður út í Nicole Kidman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríði var sagt upp sem flugfreyju og segist hafa verið svikin af samstarfskonum – „Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan“

Sigríði var sagt upp sem flugfreyju og segist hafa verið svikin af samstarfskonum – „Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það eru tökurnar sem skipta máli“

„Það eru tökurnar sem skipta máli“