fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Ragnhildur segir marga fá kvíðahnút yfir jólaboðum og svitna við tilhugsunina að setja fjölskyldumeðlimum mörk

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. desember 2023 08:00

Ragga nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Framundan eru jólaboð á færibandi. Margir fá kvíðahnút yfir að hitta fjölskyldumeðlimi sem koma með athugasemdir um líkama þinn, mataræði, barneignir, sambandsstöðu. Hafa ekki tilfinningalega innistæðu til að ræða pólitík og heimsmál. Vilja ekki fulla frændann í heimsókn sem tekur þig fjórtán sinnum undir handarkrikann í trúnó. Nenna ekki rökræðum við systkinin því þau eru alltaf ósammála.“

Þetta segir Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga nagli, í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni.

Hún segir að í tilvikum eins og talin eru upp hér að ofan reyni á okkur að setja skýr mörk.

„Mér finnst mjög leiðinlegt að tala um líkama minn eða mataræðið mitt. Ég væri miklu frekar til í að segja þér frá hvað ég stefni á að gera á nýju ári.“

„Ég hef ekki tilfinningalega innistæðu til að ræða stjórnmál eða heimsmálin núna.“

„Það er of viðkvæmt fyrir mig að ræða barneignir núna.“

„Við erum ósammála, og það þýðir ekkert fyrir okkur að reyna að sannfæra hvort annað um að okkar sjónarhorn sé hið eina rétta.“

Halda sig við málefnið ekki hjóla í manninn

„Við viljum ekki ásaka, gagnrýna eða ráðast á hina manneskjuna með fullyrðingum.

Við viljum tala út frá okkur sjálfum og eigin upplifun.

„mér finnst….“ „ég tel….“ „það er mín upplifun….“

Við viljum halda okkur við málefnið en ekki hjóla í manninn.“

Ragga segir suma svitna á rasskinnunum við tilhugsunina eina saman að setja fjölskyldumeðlimum mörk. Sumum finnist dónalegt og ruddalegt að stama út um túlann staðföstum skilaboðum um hvaða hegðun sé þeim boðleg.

„Þegar reynt er að rífa niður mörkin þín þá stendurðu sterkur bakvið þau og endurtekur setningarnar eins og biluð plata. Hækkar ekki róminn. Heldur ró þinni. Talar út frá sjálfum þér.“

Ávinningur þess að setja mörker samkvæmt Röggu:

  • Meiri sjálfsvirðing
  • Meiri hugarró
  • Meiri tími fyrir þína sjálfsrækt
  • Virðing fyrir þínum þörfum
  • Heilbrigð sambönd
  • Minni gremja, pirringur, frústrasjón og kulnun
  • Betri í að tjá þarfir þínar og langanir.

„Oftar en ekki ofmetum við tilfinningaviðbrögð annarra. Svekkelsi húsfreyju yfir óétinni kökusneið varir yfirleitt afar stutt. Að einhver þurfi að færa sig um einn rass í sófanum mun ekki sitja í honum til eilífðar. Að frænka þín fái ekki fullt skotleyfi á þitt líkamlega útlit mun ekki ríða henni að fullu. Að umræða um flokkadrætti, reykfyllt herbergi og frændhygli í pólitík þarf að bíða betri tíma setur ekki partýið á felguna.

Þegar við setjum mörk þá heiðrum við okkar þarfir, setjum fram raunhæfar væntingar um hvaða framkomu við líðum í okkar garð. Mörk eru sjálfsrækt og virðing við sjálfan þig.“

Mynd: Ragga nagli
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“