fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fókus

Áhorfendur tóku gríni Eddu og Björgvins bókstaflega

Fókus
Fimmtudaginn 7. desember 2023 12:30

Skjáskot-Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. desember síðastliðinn sá Matvælastofnun ástæðu til að setja færslu inn á heimasíðu sína sem var með eftirfarandi fyrirsögn:

„Matvælastofnun selur ekki miða á jólatónleika.“

Misskilning þeirra sem virðast hafa talið svo vera má líklega rekja til myndbands á Facebook síðu Rún viðburða, frá 27. nóvember, sem stóð fyrir jólatónleikunum Jólaljós og lopasokkar í Hofi á Akureyri 2. desember. Í myndbandinu má sjá mæðginin Eddu Björgvinsdóttir og Björgvin Franz Gíslason auglýsa tónleikana en Björgvin var einn þeirra sem kom þar fram. Í myndbandinu bregður Edda sér í hlutverk einnar af hennar ástsælustu persónum, Bibbu á Brávallagötunni. Bibba fer í myndbandinu með ítrekaðar rangfærslur um tónleikana og miðasölu á þá sem Björgvin leiðréttir jafn harðan.

Meðal annars segir Bibba um miðasöluna:

„Ég fór bara á netinu að panta á mast.is.“

Þetta leiðrétti Björgvin snarlega:

„Það er Matvælastofnun.“

Í færslu Matvælastofnunar segir meðal annars:

„Vegna fjölda fyrirspurna þá ítrekar Matvælastofnun að stofnunin hefur ekki til sölu miða á jólatónleikana Jólaljós og Lopasokka.“

Hvort hér var um grín að ræða af hálfu Matvælastofnunar eða það hafi verið virkilega verið þannig að fólk hafi í stríðum straumum snúið sér til stofnunarinnar til að kaupa miða skal ósagt látið.

Þótt tónleikarnir hafi þegar verið haldnir er þessi meinti misskilningur þó eitthvað sem lesendur hafa vonandi gaman af.

Færslu Rún viðburða með myndbandinu af Bibbu og Björgvini má sjá hér fyrir neðan.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er æfingarútína einnar þekktustu konu heims

Svona er æfingarútína einnar þekktustu konu heims
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndband: Sjáðu hressileg tilþrif á haustmóti Lyftingasambandsins

Myndband: Sjáðu hressileg tilþrif á haustmóti Lyftingasambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva Ruza: „Við mamma höfum alltaf átt mjög fallegt samband“

Eva Ruza: „Við mamma höfum alltaf átt mjög fallegt samband“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tónlistarveisla til styrktar Píeta samtökunum

Tónlistarveisla til styrktar Píeta samtökunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“