fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fókus

„Ef maður var að trufla var manni hent út, maður bar virðingu fyrir kennaranum. Þetta er svolítið öðruvísi í dag“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 12:30

Hanna Rún var gestur í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er mjög ánægð að hafa verið með þessa þjálfara. Þeir voru strangir og maður grét og það blæddi úr fótunum, en maður gat fengið plástur,“ segir dansarinn Hanna Rún Bazev.

video
play-sharp-fill

Hanna Rún var gestur í Fókus, spjallþætti DV, í síðustu viku og fór meðal annars yfir langan og árangursríkan dansferil, athyglina, umtalið og móðurhlutverkið.

Horfðu á allan þáttinn hér.

Mynd/Instagram @hannabazev

Hanna Rún fann sína köllun snemma. Hún byrjaði að æfa dans aðeins fjögurra ára gömul og vissi strax að það væri ekki aftur snúið.

Síðan þá hefur hún landað hverjum titlinum á fætur öðrum og er í dag með fremstu samkvæmisdönsurum í heimi. Hún kom nýlega heim frá Þýskalandi þar sem hún og eiginmaður hennar og dansfélagi, Nikita Bazev, komust í úrslit á Evrópumeistaramótinu og lentu í fimmta sæti.

Í þættinum útskýrir Hanna hvernig danskeppnir fara fram og hvers konar þjálfun hún fékk þegar hún var yngri.

„Þetta er samhæfing og æfing,“ segir hún um hvernig það er að keppa á dansgólfi ásamt mörgum öðrum pörum.

„Þetta var einmitt æfing sem var mikið gerð þegar ég var lítil, þá vorum við með þjálfara frá Þýskalandi og þeir köstuðu stólum inn á gólfið þegar við vorum að dansa. Þá þurftum við að vera tilbúin að fara framhjá án þess að [bregða]. Svo ýttu þeir á okkur til að sjá hvernig við myndum detta, því það getur gerst og við þurfum að geta dottið „með stæl“ og helst þannig að það sjáist ekki,“ segir hún.

Aðspurð hversu gömul hún hafi verið á þeim tíma segir Hanna að þetta hafi verið fyrir fermingaraldur.

„Æfingarnar „í denn“ voru allt öðruvísi en í dag,“ segir hún og bætir við að klæðnaður á æfingum átti að fylgja vissum reglum, auk þess var mikill agi.

„Ef maður var eitthvað að trufla var manni hent út, maður bar virðingu fyrir kennaranum. Þetta er svolítið öðruvísi í dag.“

Hanna Rún og eiginmaður hennar, Nikita. Mynd/Instagram @hannabazev

Þakklát fyrir kennsluna

„Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá kennslu sem ég fékk þá. Þetta var svo mikill agi. Þetta er erfiðara í dag, aginn og kennarar og þjálfarar þurfa að passa sig rosalega, hvað er sagt og fara varlega svolítið. Það eru bara breyttir tíma,“ segir Hanna Rún.

„En foreldrar og við krakkarnir bárum rosalega mikla virðingu fyrir þjálfurunum. Þegar maður mætti þá hlustaði maður, maður rétti upp hönd, maður lagði sig 110 prósent fram á æfingum. Ég er mjög ánægð að hafa verið með þessa þjálfara. Þeir voru strangir og maður grét og það blæddi úr fótunum, en maður gat fengið plástur.“

Fylgstu með Hönnu Rún á Instagram.

Hlustaðu á þáttinn á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Hide picture