fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Fékk ung að heyra ljótar kjaftasögur um útlit sitt – „Einhver sagði að mamma og pabbi þekktu einhvern lækni“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 20:00

Hanna Rún Bazev. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það gekk saga um að ég væri að deita gullsmiðinn,“ segir Hanna Rún Óladóttir Bazev um eina af mörgu kjaftasögunum sem voru á kreiki fyrir nokkrum árum.

video
play-sharp-fill

Hanna Rún er nýjasti gestur í Fókus, spjallþætti DV í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur. Hún fer um víðan völl í þættinum og ræðir meðal annars um langan og árangursríkan dansferil, athyglina, móðurhlutverkið og ástina.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér.

Hanna Rún hefur unnið hjá foreldrum sínum í Gullsmiðju Óla í mörg ár. Mynd/Instagram

„Þú veist, Óladóttir“

Hanna Rún hefur verið áberandi í dansheiminum í mörg ár og hefur frá unglingsaldri verið talsvert í fréttum vegna árangurs hennar og hæfileika. Fólk myndaði sér fyrirframgefna skoðun á henni vegna útlits hennar í dansinum og dreifðu lygasögum. Hanna Rún segir að hún hafi orðið vör við umtalið en þökk sé fallegum og hvetjandi orðum foreldra hennar kippti hún sér ekki upp við það. Eftir að hún opnaði Snapchat-reikning í kringum 2015-2016 lagaðist þetta til muna. Þá sá fólk að hún væri bara venjuleg móðir og fékk hún í kjölfarið afsökunarbeiðnir frá þeim sem tóku þátt í neteineltinu.

Sjá einnig: Fékk afsökunarbeiðni frá fólki sem tók þátt í ljótu umtali og dreifði lygasögum – „Því það sá að ég er bara venjuleg móðir“

Aðspurð hvers eðlis þessar lygasögur voru segir hún að þær hafi verið alls konar.

„Það gekk saga um það að ég væri að deita gullsmiðinn því hann gæfi mér fría skartgripi í staðinn,“ segir Hanna Rún en hún er dóttir Óla, eiganda Gullsmiðju Óla.

„Ég bara: „Guð minn góður, pabbi varstu búinn að heyra þetta?“ Þú veist, Óladóttir.“

Mynd/Instagram @hannabazev

Fólk dreifði einnig kjaftasögum um útlit hennar.

„Ég var mjög ung þegar ég var að heyra það, ég hef alla tíð verið með stór brjóst, ég var alltaf með rosalega stór brjóst áður en ég lét síðan laga þau aðeins. Þá var einhver sem sagði að mamma og pabbi þekktu einhvern lækni sem væri alltaf að sjúga fituna úr líkamanum mínum og sprauta henni í brjóstin.“

Hún segir nánar frá kjaftasögunum og hvernig hún tæklaði umtalið með aðstoð foreldra hennar í spilaranum hér að ofan.

Fylgstu með Hönnu Rún á Instagram.

Sjá einnig: Ótrúleg ástarsaga Hönnu og Nikita – „Hann sagði um leið og ég labbaði út úr Leifsstöð: „Ég ætla að giftast henni““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 4 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist
Fókus
Fyrir 6 dögum

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru
Hide picture