fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Harðjaxl sjónvarpsþáttanna óþekkjanlegur á strætum stórborgarinnar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann varð heimsþekktur fyrir ímynd sína sem harðjaxl og aðalpersóna sjónvarpsþátta sem sýndir voru á CBS sjónvarpsstöðinni í 13 ár. Þar leysti hann hvert morðmálin á fætur öðru á aðeins 45 mínútum, 60 ef þú telur með auglýsingar, í alls 232 þáttum. Síðan setti hann upp sólgleraugum og gekk stæltur og einbeittur á brott.

Leikarinn varð þekktur fyrir að smella sólgleraugunu upp um leið og hann lét einnar línu smell um morðmál hvers þáttar falla.

Lengi lifir á fornri frægð, en árin ellefu sem liðin eru frá því að sjónvarpsþáttaferlinum lauk virðast ekki hafa vel um David Caruso, sem nú er orðinn 67 ára, en hann hefur ekki verið myndaður opinberlega frá árinu 2016.

Daily Mail birtir myndir af Caruso sem teknar eru af honum nálægt heimili hans í San Fernando dalnum í Los Angeles. Caruso kom fyrst fram á sjónarsviðið í í sjónvarpi í smáhlutverki árið 1976. Árið 1993 tók hann að sér hlutverk í lögguþáttunum NYPD Blue og fékk Golden Globe verðlaun fyrir hlutverk sitt sem rannsóknarlögreglumaðurinn John Kelly, auk þess að hljóta tilnefningu til EMMY verðlauna. Hann kom aðeins fram í fyrstu þáttaröðinni og fjórum þáttum annarrar þáttaraðar, síðan krafðist hann hærri launa og var skrifaður úr þáttunum, en NYPD Blue gekk í alls 12 þáttaraðir við miklar vinsældir áhorfenda og gagnrýnenda.

Árið 2002 tók hann síðan við hlutverki rannsóknarfulltrúans Horatio Caine í þáttunum CSI: Miami. Þar var hann alla jafna hnarreistur og töff, í jakkafötum með sólgleraugu, ímynd hins harða rannsóknarlögreglumanns.

Eins og sjá má þá er Caruso búinn að skipta jakkafötunum út fyrir kósígallann og sólgleraugum hefur verið skipt út fyrir hefðbundnar lonníettur. Þegar sýningum á CSI: Miami lauk árið 2012 ákvað Caruso að leggja frekari afrek í leiklistinni á hilluna, síðan hefur lítið til hans spurst.

Eins og Daily Mail segir þá hefur verið talsvert meira fútt í einkalífinu. Caruso er þrífráskilinn. Árið 1979 giftist hann leikkonunni Cheri Maugans, þau skildu árið 1984. Sama ár kvæntist hann leikkonunni Rachel Ticotin og eignuðust þau dótturina Gretu, sem nú er 39 ára. Hjónabandið hélt þó ekki og þau skildu árið 1987. Allt er þegar þrennt er og árið 1996 giftist Caruso framleiðandanum Margaret Buckley, en þau skildu árið 2004. Þá skellti kappinn sér í samband með Lizu Marquez, sem er móðir tveggja yngri barna hans, Marquez og Paloma. Sambandið slitnaði með dómsmáli þar sem Marquez hélt því fram að Caruso hefði beitt hana andlegu ofbeldi og haldið framhjá henni, þau sömdu um málið. Caruso byrjaði síðan í sambandi með Aminu Tyrone árið 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“