fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fókus

Segir mun harðari neyslu meðal ungmenna í dag – „Byrja mjög hratt í OxyContin neyslu og að reykja krakk“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 12:30

Gunnar Ingi Valgeirsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Ingi Valgeirsson var gestur í Fókus, spjallþætti DV, á dögunum.

video
play-sharp-fill

Gunnar Ingi kom af stað átakinu Lífið á biðlista í haust, sem er herferð gegn löngum biðlistum í meðferð og afvötnun. Hann er einnig tónlistarmaður og kemur fram undir listamannanafninu Major Pink og gaf nýverið út plötu.

Ungmenni í harðari neyslu

Gunnar hefur verið edrú í næstum tíu mánuði en hans neyslusaga hófst þegar hann var sextán ára gamall og byrjaði að fikta með áfengi í framhaldsskóla, eins og margir unglingar gera.

„Í byrjun, eins og hjá öllum, er þetta í alvörunni bjargráð. Þetta breytti lífi mínu, þetta virkaði fyrir mig í byrjun, eins og hjá öllum. Það er ástæða fyrir því að við höldum áfram að gera þetta. En á einhverjum tímapunkti hættir þetta að virka og þetta verður nauðsyn frekar en eitthvað annað, og þú verður að fá þér næsta skammt. Þá ertu farinn að berjast við fráhvörfin, síðan bætast við ný og sterkari efni,“ segir hann og bætir við að neysla meðal ungmenna sé mun harðari í dag en áður.

„Yngri kynslóðin dag er að byrja mjög hratt í OxyContin neyslu og að reykja krakk, eitthvað sem var ekki til þegar ég var að byrja, eða mjög sjaldgæft. Allir sem ég hef tekið viðtal við og nánast allir sem ég þekki sem eru að koma inn í samtökin núna, eða að fara í meðferð, meirihluti af þeim er að fara eftir harða oxycontin eða krakkneyslu, sem er töluvert harðari neysla en ég þekki sjálfur.“

Brotið hér að ofan er hluti af viðtali við Gunnar Inga, smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni.

Horfðu á þættina frá Lífið á biðlista á YouTubeTikTok eða Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lögreglan hafði ítrekað verið kölluð að heimili leikstjórans fyrir morðin

Lögreglan hafði ítrekað verið kölluð að heimili leikstjórans fyrir morðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý sér ást í kortunum hjá Bríeti: „Það er eitthvað nýtt samband. Þau eru jafningjar og þeim líður vel“

Ellý sér ást í kortunum hjá Bríeti: „Það er eitthvað nýtt samband. Þau eru jafningjar og þeim líður vel“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug
Hide picture