fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fókus

Bíl Ingu stolið um það leyti sem hún náði kjöri í stjórn samtaka um bíllausan lífsstíl

Fókus
Mánudaginn 13. nóvember 2023 20:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga  Auðbjörg Straumland lýsir eftir bíl sínum. Hann sást seinast á þriðjudaginn í síðustu viku fyrir utan heimili hennar og svo ekki söguna meir. Um er að ræða bíl af gerðinni Hyundai i30. Hann er hvítur á lit og ber númerið SPK-35.

Það má kalla það nokkuð kaldhæðnislegt að degi eftir að bílnum var stolið náði Inga endurkjöri í stjórn Samtaka um bíllausan lífsstíl. Ingu segir að þrátt fyrir stjórnarsetuna sé hún ekki meiri bílhatari en svo að hún saknar einkabílsins og vill gjarnan endurheimta hann.

Hún skrifar á Facebook:

„Í síðustu viku var ég endurkjörin í stjórn Samtaka um bíllausan lífsstíl, og gekk svo langt í kosningabaráttunni að bílnum mínum var stolið daginn áður. Það hefur ekkert til hans sést síðan á þriðjudaginn í síðustu viku, hvar ég hafði geymt hann fyrir utan húsið mitt á horni Barónsstígs/Eiríksgötu. Ég er ekki róttækari bílahatari en svo að ég sakna hans svolítið (og alls sem í honum var, svo sem græns barnahjóls með hjálpardekkjum og fjarstýrðs bíls sem var í miklu uppáhaldi á heimilinu) svo ég bið ykkur endilega um að litast um eftir honum.“

Fyrir þau sem þurfa nánari lýsingu á bílnum vekur Inga athygli á því að framan á bílinn vantar „krómaða frontinn á Hyundai-merkið“ og jafnframt tekur hún fram að bílnum hafi vissulega verið stolið, hún hafi ekki hreinlega gleymt því hvar hún lagði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Beðmálsleyndarmál Beckham-hjónanna

Beðmálsleyndarmál Beckham-hjónanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney segir að þessi morgunmatur hafi hjálpað henni að missa 15 kíló – „Get borðað þetta aftur og aftur“

Fanney segir að þessi morgunmatur hafi hjálpað henni að missa 15 kíló – „Get borðað þetta aftur og aftur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiríkur Hauks endurgerir Borgarinn

Eiríkur Hauks endurgerir Borgarinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona var hversdagurinn í miðborginni árið 1946 – Sjáðu myndbandið

Svona var hversdagurinn í miðborginni árið 1946 – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Robin Williams: „Hættið að gera honum þetta“

Dóttir Robin Williams: „Hættið að gera honum þetta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er tætandi og erfið reynsla fyrir börn að vera í sífellu sett í aðstæður sem þau valda ekki og brýtur niður von og trú þeirra á eigin getu“

„Það er tætandi og erfið reynsla fyrir börn að vera í sífellu sett í aðstæður sem þau valda ekki og brýtur niður von og trú þeirra á eigin getu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn óþekkjanlegur á tökustað nýrrar kvikmyndar

Stórleikarinn óþekkjanlegur á tökustað nýrrar kvikmyndar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim