fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Trikk til að viðhalda heilbrigði naglanna og lakkinu lengur fallegu

Fókus
Sunnudaginn 29. janúar 2023 22:03

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

-Ef þú þværð þér um hendurnar áður en þú snyrtir neglurnar er í þeim raki sem veldur því að þær þenjast líttilega út. En naglalakk þurrkar neglurnar sem skreppa aftur saman og þá kvarnast lakkið mun hraðar en ef neglur eru skraufþurrar við lökkun. 

Mynd/Getty

-Öll sprittum við á okkur hendurnar mun oftar en fyrir Covid. En spritt inniheldur alkóhól sem þurrkar upp naglalakkið með þeim afleiðingum að glansinn hverfur og það kvarnar fyrr upp úr lakkinu. 

-Neglur þurfa reglulegan raka og er olía hvað best í að halda góðu rakastigi. Það er til fjöldi góðra naglaolía sem oft vilja gleymast þegar keyptar eru inn vörur fyrir neglur á við naglalakk, naglalakkseyði, yfir- og undirlakk og svo framvegis. 

Mynd/Getty

-Það er glæpur gegn nöglum að nota ekki uppþvottahanska. Uppþvottalögur er afar sterkur og fátt sem þurrkar eins upp neglur og naglabönd. 

-Aldrei nota neglurnar sem verkfæri. Aldrei nota neglurnar til þess að skrapa til dæmis upp tyggjóleifar eða, guð forði, nota þær í stað tannstönguls. 

-Ef að naglalakk á að virkilega að endast, þarf að gæta að sér í heila tólf tíma. Meðal þess sem þá ber að forðast er mikill hiti. Því bera til að mynda að nota ofnhanska í stað pottaleppa. 

Mynd/Getty

-B vítamín, prótein, magnesíum og kalk eru fallegum nöglum nauðsynleg. 

-Ef að þú ert á fullu í ræktinni eru tækin fljót að tæta naglalakkið af. Þvi er best að vera með glært eða ljóst naglalakk þegar haldið er í ræktina. Það er öllu huggulegra en illa kvarnaður sterkur litur. 

Mynd/Getty

-Margir blása á neglur sínar eftir að hafa lakkað þær, og taka ekki einu sinni eftir því. En það er aftur á móti ekki snjallt. Andardráttur okkar er of heitur fyrir blautt naglalakk og inniheldur alls kyns smáræði af magasýru og öðrum snefilefnum úr líkamanum sem fer illa með naglalakk. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins