fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

Framhjáhaldsskandallinn sem skók Hollywood – Nýja umdeilda stjörnuparið sást í fyrsta sinn saman

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 26. september 2023 10:01

Ariana Grande og Ethan Slater. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Ariana Grande og leikarinn Ethan Slater virðast enn vera saman á meðan þau ganga bæði í gegnum með umtöluðustu skilnuðum ársins.

Í júlí var greint frá því að Grande væri að skilja við fasteignasalann Dalton Gomez eftir tveggja ára hjónaband. Á sama tíma var greint frá því að hún væri byrjuð með Slater. Þau kynntust við tökur á söngleikjakvikmyndinni Wicked.

Ariana Grande og Ethan Slater.

Slater var á þeim tíma giftur æskuástinni sinni, Lilly Jay, og eiga þau son, fæddan í ágúst 2022.

Leikarinn hefur síðan þá sótt um skilnað. Lilli Jay sagði í samtali við Page Six í sumar að hún hafi ekki haft hugmynd um að hjónabandi þeirra væri lokið fyrr en hún sá fréttirnar um samband eiginmanns hennar og söngkonunnar í fjölmiðlum.

Ethan Slater og Lilli Jay.
Ariana Grande og Dalton Gomez.

Málið vakti gríðarlega athygli, þetta var svo sannarlega skandall sem skók heimsbyggðina og hafa Grande og Slater lítið á sér bera síðan þá.

Samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs heldur nýja stjörnuparið því fram að ekkert hafi gerst á milli þeirra fyrr en þau sögðu bæði skilið við fyrrverandi maka. Hins vegar herma aðrar heimildir að samband þeirra hafi byrjað á framhjáhaldi sem hvorugt þeirra hafi farið leynt með.

Slúðurmiðillinn Deuxmoi birti fyrstu myndirnar af þeim saman síðan allt fór á hvolf. Á myndunum má sjá þau haldast í hendur í Disneyland en þau reyndu að fara huldu höfði um skemmtigarðinn.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by curators of pop culture (@deuxmoi)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“