fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Framhjáhaldsskandallinn sem skók Hollywood – Nýja umdeilda stjörnuparið sást í fyrsta sinn saman

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 26. september 2023 10:01

Ariana Grande og Ethan Slater. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Ariana Grande og leikarinn Ethan Slater virðast enn vera saman á meðan þau ganga bæði í gegnum með umtöluðustu skilnuðum ársins.

Í júlí var greint frá því að Grande væri að skilja við fasteignasalann Dalton Gomez eftir tveggja ára hjónaband. Á sama tíma var greint frá því að hún væri byrjuð með Slater. Þau kynntust við tökur á söngleikjakvikmyndinni Wicked.

Ariana Grande og Ethan Slater.

Slater var á þeim tíma giftur æskuástinni sinni, Lilly Jay, og eiga þau son, fæddan í ágúst 2022.

Leikarinn hefur síðan þá sótt um skilnað. Lilli Jay sagði í samtali við Page Six í sumar að hún hafi ekki haft hugmynd um að hjónabandi þeirra væri lokið fyrr en hún sá fréttirnar um samband eiginmanns hennar og söngkonunnar í fjölmiðlum.

Ethan Slater og Lilli Jay.
Ariana Grande og Dalton Gomez.

Málið vakti gríðarlega athygli, þetta var svo sannarlega skandall sem skók heimsbyggðina og hafa Grande og Slater lítið á sér bera síðan þá.

Samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs heldur nýja stjörnuparið því fram að ekkert hafi gerst á milli þeirra fyrr en þau sögðu bæði skilið við fyrrverandi maka. Hins vegar herma aðrar heimildir að samband þeirra hafi byrjað á framhjáhaldi sem hvorugt þeirra hafi farið leynt með.

Slúðurmiðillinn Deuxmoi birti fyrstu myndirnar af þeim saman síðan allt fór á hvolf. Á myndunum má sjá þau haldast í hendur í Disneyland en þau reyndu að fara huldu höfði um skemmtigarðinn.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by curators of pop culture (@deuxmoi)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum