fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Fyrrverandi heimtar meiri pening – Lífsstíllinn þarf að vera sambærilegur þeim sem Costner lifir

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi eiginkona leikarans Kevin Costner, Christine Baumgartner, hefur nú farið fram á aukið framlag vegna þriggja barna þeirra, en skilnaðardeila hjónanna sem voru gift í 18 ár hefur farið fram fyrir dómstólum og í sviðsljósinu síðan þau tilkynntu um skilnað sinn í maí.

Það var Baumcartner sem óskaði eftir skilnaði og hefur hún síðan krafist ríflegs fjárframlags frá Costner, bæði til sjálfrar sín og vegna barnanna þriggja, Cayden, 15 ára, Hayes, 14 ára, og Grace, 12 ára.

Sjá einnig: Hatrammi Hollywood-skilnaðurinn – Sakar stórleikarann um að ljúga um raunverulegt virði sitt

Baumcartner hafnaði boði frá Costner og krafðist fimmfaldrar upphæðarinnar sem hann bauð. Dómari ákvað að upphæðin yrði tvöföld sú sem Costner bauð. Miðjan júlí kom fram í dómsskjölum að Costner skyldi greiða 129.755 dali (um 17,2 milljónir króna) mánaðarlega til að framfleyta þremur börnum hans og Baumcartner.  Auk þess úrskurðaði dómarinn að Costner þurfi að greiða 200.000 dali um 25,5 milljónir króna) í málskostnað og 100.000 dali (um 13,2 milljónir króna) í réttarkostnað.

Jafnframt er hjónaleysunum gert að standa sameiginlega, til helminga, að því að greiða lækniskostnað barnanna, og kostnað vegna íþrótta og tómstunda.

Sjá einnig: Harðvítugar meðlagskröfur – Costner segist blankur en dæmdur til að greiða helmingi meira en hann vildi

Nú hefur Baumcartner lagt fram nýja kröfu um 175 þúsund dali á mánuði eða tæpar 23 milljónir króna. Mun lögfræðiteymi hennar hafa reiknað út að þetta er talan sem hún þarf til að geta veitt börnunum sama lífsstíll og faðir þeirra býður þeim.

Í kröfunni segir: „Dómstóllinn þarf að ákvarða meðlag á þann hátt að þegar börnin eru hjá Christine lifi þau lífsstíl sem er tiltölulega sambærilegur þeim sem þau njóta þegar þau eru hjá föður sínum. Dómsúrskurðurinn verður að leyfa börnunum að fá framfærslu á stigi sem er í samræmi við umtalsverðan auð Kevins, jafnvel þó að fjárhagsstuðningurinn bæti um leið  lífskjör Christine.“

Þetta þýðir meðal annars að börnin eigi að búa með móður sinni í húsi sem er sambærilegt glæsihýsi Costner, en húseignir hjónanna voru hans séreign samkvæmt kaupmála.

„Þar sem börnin fljúga með einkaflugvélum til að fara í lúxusfrí þegar þau eru hjá föður sínum, segja fjölskyldureglurnar að Kevin eigi að greiða Christine nægjanlegt meðlag til að börnin geti farið í sambærilegt frí þegar þau eru hjá henni,“ segir jafnframt í kröfunni. 

„Krafa Christine um aukið fjárlag upp á 175.057 dali á mánuði mun þó ekki duga til að jafnast á við lífsstíl Kevins, en upphæðin mun duga til að leyfa henni að veita börnunum lífsstíl sem er tiltölulega sambærilegur.“

Krafan verður tekin fyrir hjá dómstóli í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“