fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fókus

Afhjúpa raunverulegu ástæðuna fyrir atriðinu sem gerði allt brjálað

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 10:59

Ben McKenzie sem Ryan Atwood og Mischa Barton sem Marissa Cooper í þáttunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The O.C. voru gífurlega vinsælir þættir upp úr aldamótum og komu út fjórar þáttaraðir frá 2003 til 2007. Ef þú spyrð aðdáendur hvaða atriði sé þeim minnistæðast, hvaða atriði vekur mesta reiði, þá munu flestir nefna lokaþátt þriðju þáttaraðar. Þegar Marissa Cooper, einn aðalkarakterinn, dó í bílslysi.

Mischa Barton fór með hlutverk Marissu og var elskuð af áhorfendum og kom því skyndileg brottför hennar úr þáttunum mörgum á óvart. Framleiðendur þáttanna viðurkenna í nýju viðtali að þeir sjá eftir þessari ákvörðun, en segjast hafa verið tilneyddir til að gera eitthvað dramatískt til að halda þáttunum í loftinu.

Höfundur þáttanna, Josh Schwartz, og framleiðandi þáttanna, Stephanie Savage, ræddu um málið við Vanity Fair. „Við vorum undir rosalegri pressu að gera eitthvað mjög dramatískt. Að drepa aðalkarakter kom frá yfirmönnunum. Ef við vildum aðra þáttaröð, þá þurftum við að gera eitthvað svoleiðis,“ segir Savage.

Skjáskot úr þættinum.

Það var því ákveðið að Marissa Cooper myndi deyja í bílslysi í lokaþætti þriðju þáttaraðar.

Scwartz og Savage segja að þau hafi strax áttað sig á því að þau hefðu gert mistök.

„Við sjáum eftir þessu og vildum við óska þess að við hefðum fundið aðra lausn,“ sagði Schwartz.

„Við sáum enga aðra leið á þeim tíma, sem er ástæðan fyrir því að við fórum þessa leið. Það voru aðrar leiðir sem við hefðum getað farið til að skrifa karakterinn úr þáttunum – og gefið Mischu Barton þá pásu sem hún þurfti og vildi – sem hefðu leyft henni að koma til baka.“

Áhorfendur brugðust illa við andláti Marissu í þáttunum. „Okkur leið illa og okkur fannst við hafa komið illa fram við áhorfendur. Þau verðskulduðu meira.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Óli Palli sýndi á sér nýja hlið – „Óli Palli þúsundfjalagaur“

Óli Palli sýndi á sér nýja hlið – „Óli Palli þúsundfjalagaur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómari úrskurðar um útburð hjá stjörnuhjónunum fyrrverandi – Allur rekstrarkostnaður í verulegum vanskilum

Dómari úrskurðar um útburð hjá stjörnuhjónunum fyrrverandi – Allur rekstrarkostnaður í verulegum vanskilum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Blaðamaður sullaði aðeins í áfengi í viku – Áhrifin á heilsu hans voru sláandi

Blaðamaður sullaði aðeins í áfengi í viku – Áhrifin á heilsu hans voru sláandi