fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
Fókus

Setti bera fætur á sætisarminn fyrir framan sig – „Af hverju er fólk svona viðbjóðslegt?“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. ágúst 2023 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við lifum á tímum þar sem mörgum finnst reglan: „Ég á þetta, ég má þetta“ gilda um sig og sitt athæfi og aðrir verði bara að bugta sig og beygja eftir þeirri reglu. Við höfum áður fjallað um ýmsar óskráðar siðareglur þegar kemur að flugferðum og hér er komin enn ein. Berir fætur í flugi; já eða nei? Berir fætur annars einstaklings í flugi á þínum sætisarmi, sæti, sætisbaki og svo framvegis; já eða nei?

Kona sem var í flugi vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar konan sem sat fyrir aftan hana tróð berum fótum sínum á sætisarminn hennar. Konan skrifaði færslu á Reddit um athæfið: „Rétt lögð af stað í fimm tíma flug og þessi kona treður berum fótunum á sætisarminn hjá mér. Af hverju er fólk svona viðbjóðslegt?“

Mynd: Reddit

Og notendur miðilsins höfðu sko sitt að segja en um 5800 athugasemdir hafa verið skrifaðar við færsluna sem birt var á sunnudag. 

„Ég er nú frekar afslöppuð týpa, en þetta er tíminn til að standa upp, snúa sér við og segja „Taktu tærnar í burtu frá mér núna.“

„Lyftu handleggnum, láttu eins og þú hafir ekki einu sinni tekið eftir fótunum. Bónusstig ef tærnar klemmast í ferlinu,“ sagði annar og bætti svo við: „Mér hefur verið sagt að þú megir ekki lyfta sætisarminum sem er við gluggann, svo núna legg ég til að þú setjir olnbogann með miklum þunga á sætisarminn.  Láttu bara eins og þú sért að stilla hann á sama tíma og þú brýtur beinin í henni.“

Einn stakk upp á að hella vatni á tærnar. Annar sagði konunni að hún yrði í það minnsta að „segja bara eitthvað“, annars væri hún að samþykkja athæfi konunnar fyrir aftan sig. Einn stakk svo upp á að hella vatni í tissjú, þykjast hnerra og setja svo tissjúið ofan á tær konunnar.

Konan uppfærði færsluna meðan á fluginu stóð, þakkaði öllum fyrir góð ráð og sagði að konan fyrir aftan sig hefði tekið viðbjóðslegu tærnar af sætisarminum og konan hefði hreinsað sætisarminn á eftir. Sagðist hún hafa beðið tásukonuna um að gera þetta vinsamlega ekki aftur, annars myndi hún hringja á flugþjónn. 

Í annarri uppfærslu sagði konan: „Klukkutími liðinn af fluginu og tærnar eru ekki sjáanlegar aftur. Tásukonan bað mig ekki afsökunar, heldur tók bara fæturna niður með frekjusvip. Hún er ekkert smá heppin, ég er ófrísk og stútfull af hormónum, þannig að ég get alveg tekið þátt í fýluleiknum. Við látum ekki svona frekjur komast upp með svona vitleysu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru forsetaframbjóðendurnir að horfa á í sjónvarpinu…..þegar þeir hafa tíma

Þetta eru forsetaframbjóðendurnir að horfa á í sjónvarpinu…..þegar þeir hafa tíma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Af hverju þið eigið að finna neistann ykkar

Af hverju þið eigið að finna neistann ykkar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fríða datt í lukkupottinn í Góða hirðinum –  „Þetta er fundur ársins“

Fríða datt í lukkupottinn í Góða hirðinum –  „Þetta er fundur ársins“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunverulegri fjarfundir með gervigreind og þrívídd

Raunverulegri fjarfundir með gervigreind og þrívídd