fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Lizzo rýfur þögnina

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 13:56

Lizzo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fjölmiðlar greindu frá í gær hafa þrír fyrrverandi dansarar söngkonunnar Lizzo höfðað mál gegn henni þar sem þeir saka söngkonuna um kynferðislega áreitni, þyngdarsmánun og fyrir að skapa fjandsamlegt vinnuumhverfi.

Sjá einnig: Lizzo kærð fyrir meinta kynferðislega áreitni og þyngdarsmánun

Söngkonan hefur nú tjáð sig um málið og í yfirlýsingu sem hún birti á Instagram fyrr í dag segir hún síðustu daga hafa verið einstaklega erfiða og valdið henni yfirþyrmandi vonbrigðum.

„Vinnusiðferði mitt, siðferði og virðing hefur verið dregið í efa. Persóna mín hefur sætt gagnrýni,“ segir Lizzo. Segist hún vanalega ekki bregðast við fölskum ásökunum, en ásakanir fyrrum dansara hennar séu eins ótrúverðar og þær hljómi og svo svívirðilegar að hún geti ekki sleppt því að svara fyrir sig.

Segir hún sögurnar koma frá fyrr­ver­andi starfs­mönn­um sem hafi „þegar viður­kennt op­in­ber­lega að þeim hafi verið sagt að hegðun þeirra á tón­leika­ferðalag­inu hafi verið óviðeig­andi og ófag­mann­leg.“

Segist Lizzo sem listamaður alltaf hafa haft mikla ástríðu fyrir starfinu. „Ég tek tónlistina mína og framkomu mína alvarlega af því í lok dags þá vil ég aðeins færa fram bestu listina fyrir mig og aðdáendur mína. Ástríðu fylgir mikil vinna og miklar kröfur. Sundum þarf ég að taka erfiðar ákvarðanir en það er aldrei ætlun mín að láta einhverjum líða óþægilega eða finnast þeir ekki metnir að verðleikum sem mikilvægur hluti af teymi mínu.“

Segir söngkonan að hún vilji ekki að fólk líti á hana sem fórnarlamb, en hún sé heldur ekki illmennið sem fólk og fjölmiðlar hafi málað hana upp sem síðustu daga. Segist hún opinská með kynhneigð sína og tjáningu, en neiti að viðurkenna eða leyfa fólki að nota það til að láta hana líta út fyrir að vera aðra en hún er. 

„Ég tek ekkert alvarlegra en þá virðingu sem við konur eigum skilið. Ég veit hvað það er að vera líkamssmánuð daglega og myndi aldrei gagnrýna eða reka starfsmann vegna líkamsþyngdar viðkomandi.

Ég er særð en ég mun ekki láta þetta skyggja á það góða sem ég hef gert í þessum heimi. Ég vil þakka öllum sem hafa haft samband og stutt mig á þessum erfiða tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Í gær

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Í gær

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“